PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 11. febrúar 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder: Strákarnir brugðust mjög vel við
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, var kátur eftir langþráðan sigur botnliðs ensku úrvalsdeildarinnar.

Sheffield heimsótti Luton í fallbaráttuslag í gær og vann 1-3 á útivelli. Þetta var aðeins þriðji sigur Sheffield á deildartímabilinu og er liðið komið með 13 stig eftir 24 umferðir.

Sheffield tapaði 0-5 gegn Aston Villa á heimavelli í síðustu umferð og voru leikmenn liðsins staðráðnir í að bæta upp fyrir þá frammistöðu.

„Strákarnir brugðust mjög vel við tapinu um síðustu helgi og verðskulduðu þennan sigur til fulls. Við brugðumst stuðningsmönnum fyrir viku síðan, við erum í ensku úrvalsdeildinni og það má aldrei gefa tommu eftir í þessari deild," sagði Wilder.

„Við gerðum vel að svara fyrir okkur, við erum komnir með fyrsta útisigurinn þó það hafi tekið langan tíma. Núna þurfum við að halda áfram og taka einn leik í einu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig stöðutaflan mun líta út í enda tímabilsins. Við þurfum að gera okkar besta til að safna eins mikið af stigum og hægt er."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner