Það er stórleikur í kvöld þegar Manchester City fær Real Madrid í hiemsókn í útsláttakeppni Meistaradeildarinnar.
Liðin hafa mæst tólf sinnum frá 2012 en fimm leikir liðanna hafa endað með jafntefli. Manchester City hefur vinninginn en liðið hefur unnið fjóra leiki og Real Madrid þrjá.
Carlo Ancelotti líkir leikjum liðanna við viðureignir Real Madrid við Barcelona.
„Þessir leikir eru orðnir eins og El Clasico því viðhöfum spilað í þessari keppni í svo mörg ár. Þetta verður skemmtilegur og jafn leikur eins og hinir," sagði Ancelotti.
„Það er erfitt að giska á hvað geriist því það fer eftir dagsformi og gæðum. Maður verður að ná því besta fram á öllum sviðum í svona leikjum, ekki bara einu."
Athugasemdir