Það er gríðarleg spenna fyrir leik Liverpool og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool tekur 1-0 forystu með sér í leikinn á Anfield þrátt fyrir alla þessa yfirpurði franska liðsins í fyrri leiknum.
Það verður bókað svakaleg stemning í kvöld og Luis Enrique, stjóri PSG, segir að sínir menn geti höndlað pressuna á að spila við þessar aðstæður.
Það verður bókað svakaleg stemning í kvöld og Luis Enrique, stjóri PSG, segir að sínir menn geti höndlað pressuna á að spila við þessar aðstæður.
„Við vitum fyrir hvað Liverpool stendur, þetta er sögufrægur leikvangur og stórkostleg saga. Það þarf ekki að gíra menn upp í að spila á Anfield, menn vilja sýna hvað þeir geta," segir Enrique.
„Það er erfitt að stýra tilfinningum og líðan hvers leikmanns. Það er ekki auðvelt að búa sig undir svona leiki. Það er ekki auðvelt að vera 100%"
Leikur Liverpool og PSG hefst klukkan 20:00 í kvöld á Anfield.
Athugasemdir