Úrslitin ráðast í fjórum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bayern München er með öruggt forskot gegn Leverkusen (3-0), Liverpool leiðir (1-0) gegn PSG líkt og Barcelona (1-0) gegn Benfica. Inter er þá með nokkuð góðu stöðu (2-0) eftir sigur í Hollandi í fyrri leiknum.
Frönsku meistararnir voru betri aðilinn gegn Liverpool í París en það skilaði akkúrat núll löglegum mörkum skoruðum og einu marki á sig. Það verður brekka fyrir PSG í kvöld gegn sterkasta liði Englands á Anfield, en miði er möguleiki.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Frönsku meistararnir voru betri aðilinn gegn Liverpool í París en það skilaði akkúrat núll löglegum mörkum skoruðum og einu marki á sig. Það verður brekka fyrir PSG í kvöld gegn sterkasta liði Englands á Anfield, en miði er möguleiki.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Barcelona 3 - 1 Benfica
Þetta verður þægilegt fyrir Barcelona. Raphinha, besti leikmaður meistaradeildarinnar hingað til, heldur uppteknum hætti með marki og assisti.
Inter 2 - 0 Feyenoord
Cruise control hjá Inter. Inter er gott í að verja markið sitt og verður það í aðalhlutverki hjá Simone Inzaghi í þessum leik. Thuram og Martinez með mörkin, bara endurtekið efni frá fyrri leiknum.
Leverkusen 1 - 1 Bayern
Því miður á Leverkusen lítinn möguleika. Vonarglætan sem kviknar þegar liðið skorar snemma sloknar þegar Kane klárar þetta einvígi fyrir hálfleik.
Liverpool 2 - 1 PSG
Held áfram að tippa með hjartanu. PSG mætir með sama leikplan og síðast, herjar á Liverpool. Heimamenn verða klókari að nýta sér hvað PSG leyfir sér að pressa á mörgum mönnum og finna svæðin fyrir aftan miðjuna hjá þeim í kjölfarið, bæði mörk Liverpool koma upp úr svoleiðis stöðum.
Aron Baldvin Þórðarson
Barcelona 2 - 1 Benfica
Lewandowski og Yamal verða of sterkir fyrir Benfica en þeir skora og leggja einnig upp á hvorn annan. Þessi öfga háa lína hjá Flick mun þó alltaf fá mark á sig og Portúgalarnir ná að setja smá spennu í þetta þegar þeir jafna 1-1 þvert gegn gangi leiksins. Barca fer samt alltaf áfram svo það sé á hreinu!
Inter 2 - 0 Feyenoord
Ég reyndi að hafa trú á æskuliðinu mínu en Inter er of sterkt og hvað þá núna á Ítalíu! Það er líka stemning að fá að sjá meira af þessu Inter liði. Liðið er afar flæðandi í uppspili sínu með endalausum stöðuskiptum þar á meðal hafsentunum sem eru duglegir að fara inn á miðju og skilja svæðið eftir fyrir aðra að fara í. Þeir taka heimaleikinn líka 2-0.
Leverkusen 1 - 2 Bayern
Ég sagði síðast að Alonso og félagar væru að fara áfram en ég sé þá ekki koma til baka úr stöðunni 3-0. Það hentar ekkert sérstaklega að þurfa að taka sénsa gegn þessari sóknarlínu Bayern manna. Harry Kane er sennilega besti leikmaður í heimi í að finna þessa úrslitasendingu í skyndisóknum og þá hjálpar til að hafa Kingsley Coman og Olise eldfljóta á köntunum. 2-1 Bayern.
Liverpool 2 - 0 PSG
Það var áhugavert að sjá passíva nálgun Slot í Frakklandi. Miðjumennirnir soguðust niður í varnarlínu til þess að dekka hálfsvæðisleikmennina hjá PSG sem gerði okkur Liverpool mönnum nánast ómögulegt að pressa þá. Því fengu Frakkarnir að gjörstýra leiknum. En þessi leikur verður allt öðruvísi, Salah tekur síðasta leik persónulega og Slot gerði hárrétt að taka hann útaf til að búa til enn meiri hungur. Skorar bæði í 2-0 sigri.
Fótbolti.net - Mate Dalmay
Barcelona 2 - 0 Benfica
Þetta verður því miður óáhugavert og auðveldur 2-0 heimasigur.
Inter 1 - 1 Feyenoord
Helvíti góð 2-0 forysta mun duga Inter til að komast áfram þrátt fyrir að Ítalarnir muni mæti of rólegir til leiks og lenda 0-1 undir. Ég las að United legendið Darmian er meiddur þannig að það verða tækifæri upp vænginn fyrir Hollendingana. Lokatölur 1-1.
Leverkusen 1 - 2 Bayern
Pirrandi stór 3-0 sigur Bayern í fyrri leiknum verður til þess að heimamenn koma inn í þetta það æstir að fara minnka muninn að allt opnast fyrir Bæjara og þeir vinna 1-2 á útivelli. Kane skorar allavegana eitt.
Liverpool 1 - 1PSG
Leikurinn sem eflaust sirka allir munu horfa á. Liverpool kemst áfram og Dominik (eins og við Ungverjar köllum hann) skorar jöfnunarmark Liverpool sem kemur þeim áfram eftir 1-1 jafntefli.
Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 6
Aron Baldvin - 6
Fótbolti.net - 8
Athugasemdir