banner
   sun 11. apríl 2021 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Elska að sjá strákana standa saman í mótlæti
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að markið sem var tekið af liðinu gegn Tottenham í dg hafi verið ákveðin vítamínsprauta fyrir liðið.

Sjá einnig:
Mark tekið af Man Utd - „Hvíl í friði fótbolti"

United var 1-0 undir í hálfleik en kom til baka og vann leikinn með þremur mörkum gegn einu.

„Frábær viðbrögð og við spiluðum frábærlega í seinni hálfleiknum. Okkur fannst dómurinn óréttlátur og við sýndum góðan karakter með því að koma til baka. Við megum ekki leyfa þessum ákvörðunum að eyðileggja gott tímabil fyrir okkur."

„Mörkin sem við skoruðum voru frábær. Edinson Cavani sýndi það af hverju hann er nía. Fred skoraði líka, það sýndi bara hversu góðir við vorum."

Solskjær segist vona að Cavani skrifi undir nýjan samning en það er enn óljóst hvort hann geri það.

„Ég elska að sjá strákana standa saman í mótlæti," sagði Solskjær en United er í öðru sæti með sjö stiga forskot á Leicester í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner