Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fim 11. apríl 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
O'Neil ákærður fyrir ósæmandi hegðun og ógnandi tilburði
Gary O'Neil lætur dómarann heyra það.
Gary O'Neil lætur dómarann heyra það.
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil, stjóri Wolves, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ósæmilega og ógnandi hegðun í garð dómara.

O'Neil var vægast sagt ósáttur eftir tap gegn West Ham um síðustu helgi. Leikurinn endaði 2-1 en Wolves skoraði á síðustu andartökum leiksins mark sem var dæmt af. Í VAR-skoðun var metið að Tawanda Chirewa hefði truflað Lukasz Fabianski, markvörð West Ham, með staðsetningu sinni og með því komið í veg fyrir að Fabianski gæti varið.

„Ég get ekki ímyndað mér hver ástæðan fyrir þessu er. Þetta er ein versta ákvörðun sem ég hef orðið vitni að. Hræðileg ákvörðun," sagði O'Neil brjálaður eftir leikinn.

Dómaraákvarðanir hafa ekki fallið með Wolves á þessu tímabili og er O'Neil ekki sáttur með það en hann hefur núna verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína.

Möguleiki er að hann fái bann eða sekt fyrir að hafa talað illa í garð dómara.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner