Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 11. maí 2024 17:07
Sölvi Haraldsson
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bara geggjað. Þetta byrjaði hægt en þegar við fundum taktinn og grasið þá byrjaði þetta að malla vel.“ sagði Viktor Jónsson, framherji og fyrirliði Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Viktor braut ísinn í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla.

Við spilum okkur vel upp kantinn hægra meginn og Jón Gísli kemur með geggjaða fyrirgjöf milli markvarðar og varnarmannsins. Ég næ að koma fætinum í hann. Það eina sem ég hugsa í svona færum er að ég verð að koma honum á markið. Sérstaklega ef völlurinn er svona og boltinn skopptar bara eitthvað.

Leikurinn í dag var fyrsti leikur ársins á Akranesvellinum. Grasið var ekkert sérstakt en Viktor segir það hafa verið gott miðað við árstíma.

Það hefur oft verið betra. En hann er bara frábær miðað við árstíma. Hann er blautur og þungur. Þetta var alveg erfitt í dag en bara frábært að vera komið á grasið. Þetta verður bara betra.

Viktor Jónsson fékk fyrirliðabandið í dag en hann segir að það séu margir sterkir og góðir karakterar í þessu Skagaliði.

Bara gaman að vera fyrirliði. Bandið og ekki bandið, það eru margir stórir og sterkir karakterar í þessu liði og það kemur bara allt saman sem ein heild. Gaman.“

Viktor hefur byrjað mótið frábærlega og er kominn með 6 mörk í fyrstu 6 leikjunum.

Ég er mjög ánægður með byrjunina hjá mér persónulega á mótinu. 6 mörk komin. Auðvitað eru einhver færi sem ég hefði viljað nýta en ég get ekki kvartað.“ sagði Viktor Jónsson, framherji, markaskorari og fyrirliði Skagamanna í dag. 

Viðtalið við Viktor má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner