Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 11. maí 2024 17:07
Sölvi Haraldsson
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bara geggjað. Þetta byrjaði hægt en þegar við fundum taktinn og grasið þá byrjaði þetta að malla vel.“ sagði Viktor Jónsson, framherji og fyrirliði Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Viktor braut ísinn í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla.

Við spilum okkur vel upp kantinn hægra meginn og Jón Gísli kemur með geggjaða fyrirgjöf milli markvarðar og varnarmannsins. Ég næ að koma fætinum í hann. Það eina sem ég hugsa í svona færum er að ég verð að koma honum á markið. Sérstaklega ef völlurinn er svona og boltinn skopptar bara eitthvað.

Leikurinn í dag var fyrsti leikur ársins á Akranesvellinum. Grasið var ekkert sérstakt en Viktor segir það hafa verið gott miðað við árstíma.

Það hefur oft verið betra. En hann er bara frábær miðað við árstíma. Hann er blautur og þungur. Þetta var alveg erfitt í dag en bara frábært að vera komið á grasið. Þetta verður bara betra.

Viktor Jónsson fékk fyrirliðabandið í dag en hann segir að það séu margir sterkir og góðir karakterar í þessu Skagaliði.

Bara gaman að vera fyrirliði. Bandið og ekki bandið, það eru margir stórir og sterkir karakterar í þessu liði og það kemur bara allt saman sem ein heild. Gaman.“

Viktor hefur byrjað mótið frábærlega og er kominn með 6 mörk í fyrstu 6 leikjunum.

Ég er mjög ánægður með byrjunina hjá mér persónulega á mótinu. 6 mörk komin. Auðvitað eru einhver færi sem ég hefði viljað nýta en ég get ekki kvartað.“ sagði Viktor Jónsson, framherji, markaskorari og fyrirliði Skagamanna í dag. 

Viðtalið við Viktor má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner