Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 11. maí 2024 17:07
Sölvi Haraldsson
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bara geggjað. Þetta byrjaði hægt en þegar við fundum taktinn og grasið þá byrjaði þetta að malla vel.“ sagði Viktor Jónsson, framherji og fyrirliði Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Viktor braut ísinn í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla.

Við spilum okkur vel upp kantinn hægra meginn og Jón Gísli kemur með geggjaða fyrirgjöf milli markvarðar og varnarmannsins. Ég næ að koma fætinum í hann. Það eina sem ég hugsa í svona færum er að ég verð að koma honum á markið. Sérstaklega ef völlurinn er svona og boltinn skopptar bara eitthvað.

Leikurinn í dag var fyrsti leikur ársins á Akranesvellinum. Grasið var ekkert sérstakt en Viktor segir það hafa verið gott miðað við árstíma.

Það hefur oft verið betra. En hann er bara frábær miðað við árstíma. Hann er blautur og þungur. Þetta var alveg erfitt í dag en bara frábært að vera komið á grasið. Þetta verður bara betra.

Viktor Jónsson fékk fyrirliðabandið í dag en hann segir að það séu margir sterkir og góðir karakterar í þessu Skagaliði.

Bara gaman að vera fyrirliði. Bandið og ekki bandið, það eru margir stórir og sterkir karakterar í þessu liði og það kemur bara allt saman sem ein heild. Gaman.“

Viktor hefur byrjað mótið frábærlega og er kominn með 6 mörk í fyrstu 6 leikjunum.

Ég er mjög ánægður með byrjunina hjá mér persónulega á mótinu. 6 mörk komin. Auðvitað eru einhver færi sem ég hefði viljað nýta en ég get ekki kvartað.“ sagði Viktor Jónsson, framherji, markaskorari og fyrirliði Skagamanna í dag. 

Viðtalið við Viktor má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner