Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Veðurhlé gert og settu Svíar tvö eftir það
Þær sænsku byrja HM á sigri.
Þær sænsku byrja HM á sigri.
Mynd: Getty Images
Síle 0 - 2 Svíþjóð
0-1 Kosovare Asllani ('83 )
0-2 Madelen Janogy ('94)

Það var hægara sagt en gert fyrir Svíþjóð að leggja Síle að velli á HM kvenna í Frakklandi í kvöld.

Svíþjóð hefur tekið þátt á öllum sjö Heimsmeistaramótum kvenna á meðan Síle er að leika á sínu fyrsta móti. Svíþjóð er í níunda sæti á heimslista FIFA á meðan Síle er 30 sætum neðar.

Svíþjóð var sterkari aðilinn, var meira með boltann og átti fleiri marktilraunir, en Síle varðist vel lengi vel.

Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þurfti að gera 40 mínútna hlé á leiknum vegna vonskuveðurs í Rennes í Frakklandi. Staðan var markalaus þegar farið var í hlé.

Eftir að liðin sneru til baka kom fyrsta markið í leiknum. Það gerði Kosovare Asllani fyrir Svíþjóð. Loksins náðu Svíar að brjóta ísinn og þær gerðu algjörlega út um leikinn með marki Madelen Janogy í uppbótartíma.

Lokatölur því 2-0 fyrir Svíþjóð sem byrja mótið á sigri. Bandaríkin og Taíland, hin liðin úr riðlinum, mætast klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner