„Það er spennandi að byrja tímabilið og gaman að byrja á heimaleik. KA-menn eru alltaf öflugir," segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
ÍA byrjar Pepsi Max-deildina á heimaleik gegn KA á laugardag.
Jóhannes reiknar með því að fótboltaáhugafólk fái flott tilþrif frá byrjun móts þó hann telji að pásan sem kom vegna kórónaveirufaraldursins hafi áhrif á eldri leikmenn.
ÍA byrjar Pepsi Max-deildina á heimaleik gegn KA á laugardag.
Jóhannes reiknar með því að fótboltaáhugafólk fái flott tilþrif frá byrjun móts þó hann telji að pásan sem kom vegna kórónaveirufaraldursins hafi áhrif á eldri leikmenn.
„Já ég held að það muni fyrst fremst sjást á eldri leikmönnunum. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að verða í basli í fyrstu umferðunum. Að öðru leyti held ég að það ætti að verða flott gæði í þessu."
Mikið hefur verið rætt um áhuga annarra félaga á leikmönnum sem ÍA er með, mest um áhuga á Tryggva Hrafni Haraldssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni. Jóhannes segir að þessar sögusagnir hafi ekki haft truflandi áhrif.
„Nei, við erum fyrst og fremst með fókusinn á það sem við erum að gera. Við tökum því sem hóli að við séum með eftirsóknarverða leikmenn í hópnum hjá okkur. Það sýnir að við séum að gera eitthvað rétt á Skaganum. Við höfum ekki látið þetta trufla okkur. Hópurinn sem við erum með er samheldinn og þéttur."
Útlit er fyrir að ÍA hafi úr öllum sínum mönnum að velja þegar boltinn byrjar að rúlla.
„Það er mjög líklegt að allir verði klárir. Útlitið hjá okkur er nokkuð gott," segir Jóhannes Karl Guðjónsson. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
1. umferð Pepsi Max
laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)
sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)
mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Athugasemdir