Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
   fim 11. júní 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Höfum ekki látið sögusagnirnar trufla okkur
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Það er spennandi að byrja tímabilið og gaman að byrja á heimaleik. KA-menn eru alltaf öflugir," segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

ÍA byrjar Pepsi Max-deildina á heimaleik gegn KA á laugardag.

Jóhannes reiknar með því að fótboltaáhugafólk fái flott tilþrif frá byrjun móts þó hann telji að pásan sem kom vegna kórónaveirufaraldursins hafi áhrif á eldri leikmenn.

„Já ég held að það muni fyrst fremst sjást á eldri leikmönnunum. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að verða í basli í fyrstu umferðunum. Að öðru leyti held ég að það ætti að verða flott gæði í þessu."

Mikið hefur verið rætt um áhuga annarra félaga á leikmönnum sem ÍA er með, mest um áhuga á Tryggva Hrafni Haraldssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni. Jóhannes segir að þessar sögusagnir hafi ekki haft truflandi áhrif.

„Nei, við erum fyrst og fremst með fókusinn á það sem við erum að gera. Við tökum því sem hóli að við séum með eftirsóknarverða leikmenn í hópnum hjá okkur. Það sýnir að við séum að gera eitthvað rétt á Skaganum. Við höfum ekki látið þetta trufla okkur. Hópurinn sem við erum með er samheldinn og þéttur."

Útlit er fyrir að ÍA hafi úr öllum sínum mönnum að velja þegar boltinn byrjar að rúlla.

„Það er mjög líklegt að allir verði klárir. Útlitið hjá okkur er nokkuð gott," segir Jóhannes Karl Guðjónsson. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Athugasemdir
banner