Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. júní 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leiðinlegt fyrir þær að fá ekki tækifæri að vera með landsliðinu"
Tinna Brá
Tinna Brá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna
Bryndís Arna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Bryndís Arna Níelsdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir, leikmenn Fylkis, voru valdar í æfingahóp U19 ára landsliðsins á dögunum sem æfði saman í vikunni.

Þær Bryndís og Tinna gátu ekki æft með liðinu þar sem þær voru í undirbúningi með Fylki fyrir leik liðsins gegn Tindastóli.

Það sagði Kjartan Stefánsson við undirritaðan í gær.

Leikur Fylkis og Tindastóls átti upprunalega að fara fram snemma í maí en vegna fjölda smita á Sauðárkróki var honum frestað og fór fram í gærkvöldi.

Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í undirbúning þeirra Bryndísar og Tinnu fyrir leikinn í viðtali eftir leikinn í gær.

Þær voru báðar í byrjunarliðinu í 2-1 sigri Fylkis og áttu fínasta leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 Tindastóll

„Það var þannig að Tinna og Bryndís fóru ekki á landsliðsæfingar. Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og svolítið leiðinlegt að þessi leikur dettur inn á þetta tækifæri þeirra."

„Við þurftum að taka því alvarlega þegar upp kom sýking á Sauðárkróki og að sjálfsögðu verðum við þeirri bón að fresta leiknum."

„Við hefðum kosið að setja þennan leik seinna en hann var settur í þessari viku. Leiðinlegt fyrir stelpurnar að fá ekki tækifæri að vera með landsliðinu því það vilja þær allar,"
sagði Kjartan.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Kjartan: Höfum verið að brasa með alls konar hluti
Athugasemdir
banner
banner
banner