Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski með rifinn vöðva - Ætla að reyna allt
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski, langbesti leikmaður Póllands, mun missa af fyrsta leiknum á Evrópumótinu.

Lewandowski þurfti að fara meiddur af velli þegar Pólland lagði Tyrkland í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM í gærkvöldi.

Lewandowski er langmarkahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins með 82 mörk en hann þurfti að fara af velli eftir um hálftíma leik.

Núna er komið í ljós að hann er með rifinn vöðva í lærinu og alveg ljóst að hann missir af fyrsta leiknum gegn Hollandi.

Pólverjar ætla að reyna að gera allt til að hann nái öðrum leiknum gegn Austurríki, sem verður algjör lykilleikur í riðlinum, en útlitið er ekki sérlega gott.
Athugasemdir
banner
banner