Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   þri 11. júní 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í viðbót," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 5-2 sigur gegn Keflavík í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Breiðablik spilaði vel í leiknum og var sigurinn afar verðskuldaður. Kópavogsliðið var komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.

„Það var mikilvægt að stjórna leiknum og að allir leikmennirnir kæmust í gegnum þetta. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða," sagði Nik.

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er liðið með fullt hús stiga í deildinni. Er tilfinningin sú að þið munu aldrei tapa aftur?

„Við hugsum ekki um það. Gamla klisjan, tökum einn leik í einum. Við höfum verið að gera mjög vel. Við erum sterk varnarlega og erum að skapa færi. Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudag. Við viljum halda áfram að vinna."

„Við erum öll á sömu blaðsíðu. Við erum skipulögð og leikmennirnir vita hverju við búumst við af þeim, og við vitum hvert við erum að fara," sagði Nik en það hefur margt breyst hjá Breiðabliki frá síðasta tímabili. Breytingarnar virðast hafa verið af hinu góða.

„Ég var fyrir utan á síðasta tímabili. Ég kom inn og talaði við leikmennina, og fékk þannig hugmyndir um hvað við gætum gert betur. Við höfum reynt að taka það inn. Leikmennirnir sem við höfum fengið inn hafa hjálpað mikið. Við fengum inn leikmenn sem þetta lið þurfti. Þegar einhver nýr kemur inn þá er það ferskt upphaf og fólk vill gefa sitt allt í þetta."

Katrín Ásbjörnsdóttir, sem hefur verið að stíga upp úr meiðslum, skoraði tvennu í dag.

„Hún tók tækifærið sitt. Hún var í réttri stöðu í fyrra markinu og vann svo inn vítaspyrnuna. Hún hefði getað skorað þrennu en frammistaða hennar var mjög góð. Það gefur mér enn meiri hausverk fyrir framhaldið," sagði Nik, sem er á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðið.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner