Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 11. júní 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í viðbót," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 5-2 sigur gegn Keflavík í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Breiðablik spilaði vel í leiknum og var sigurinn afar verðskuldaður. Kópavogsliðið var komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.

„Það var mikilvægt að stjórna leiknum og að allir leikmennirnir kæmust í gegnum þetta. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða," sagði Nik.

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er liðið með fullt hús stiga í deildinni. Er tilfinningin sú að þið munu aldrei tapa aftur?

„Við hugsum ekki um það. Gamla klisjan, tökum einn leik í einum. Við höfum verið að gera mjög vel. Við erum sterk varnarlega og erum að skapa færi. Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudag. Við viljum halda áfram að vinna."

„Við erum öll á sömu blaðsíðu. Við erum skipulögð og leikmennirnir vita hverju við búumst við af þeim, og við vitum hvert við erum að fara," sagði Nik en það hefur margt breyst hjá Breiðabliki frá síðasta tímabili. Breytingarnar virðast hafa verið af hinu góða.

„Ég var fyrir utan á síðasta tímabili. Ég kom inn og talaði við leikmennina, og fékk þannig hugmyndir um hvað við gætum gert betur. Við höfum reynt að taka það inn. Leikmennirnir sem við höfum fengið inn hafa hjálpað mikið. Við fengum inn leikmenn sem þetta lið þurfti. Þegar einhver nýr kemur inn þá er það ferskt upphaf og fólk vill gefa sitt allt í þetta."

Katrín Ásbjörnsdóttir, sem hefur verið að stíga upp úr meiðslum, skoraði tvennu í dag.

„Hún tók tækifærið sitt. Hún var í réttri stöðu í fyrra markinu og vann svo inn vítaspyrnuna. Hún hefði getað skorað þrennu en frammistaða hennar var mjög góð. Það gefur mér enn meiri hausverk fyrir framhaldið," sagði Nik, sem er á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðið.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner