Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styttist í tiðindi varðandi U21 þjálfarastöðuna
Davíð Snorri (fyrir miðju) tók við sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í síðasta mánuði.
Davíð Snorri (fyrir miðju) tók við sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sem stendur er enginn þjálfari U21 ára landsliðs karla þar sem Davíð Snorri Jónasson var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.

Davíð Snorri var í þrjú ár þjálfari U21 árs liðsins og ekki er búið að ákveða hver tekur við af honum. U21 árs landsliðsins var ekki með neitt verkefni í sumar og er næsti leikur liðsins ekki fyrr en gegn Danmörku þann 6. september. Það er fimmti leikur liðsins í undankeppni EM 2025. Stöðuna í riðlinum má sjá hér neðst í fréttinni.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, er talinn líklegur kostur og einhverjir kölluðu eftir því að KSÍ myndi heyra í Óskari Hrafni Þorvaldssyni áður en hann var ráðinn ráðgjafi hjá knattspyrnudeild KR.

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, sagði við Fótbolta.net að ákvörðun um næsta þjálfara U21 árs landsliðsins verði tekin öðru hvoru megin við mánaðamót. KSÍ hafi ákveðið að bíða með þau mál fram yfir verkefni A-landsliðs karla.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 5 3 2 0 9 - 4 +5 11
2.    Wales 6 3 2 1 10 - 8 +2 11
3.    Ísland 4 2 0 2 4 - 6 -2 6
4.    Tékkland 4 1 2 1 6 - 4 +2 5
5.    Litháen 5 0 0 5 4 - 11 -7 0
Athugasemdir
banner
banner