KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir U21 landsliðið eftir að Davíð Snorri Jónasson var ráðinn aðstoðarþjálfari Age Hareide með A-landsliðið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net segist liggja beint við að Ólafur Ingi Skúlason, sem sé með U19 landsliðið, færist upp og taki við U21 liðinu.
„Ég ætla að giska á að Ólafur Ingi taki við U21 og Lúðvík Gunnarsson taki við U19," sagði Guðmundur í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem frumfluttur er í hlaðvarpi þessa vikuna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net segist liggja beint við að Ólafur Ingi Skúlason, sem sé með U19 landsliðið, færist upp og taki við U21 liðinu.
„Ég ætla að giska á að Ólafur Ingi taki við U21 og Lúðvík Gunnarsson taki við U19," sagði Guðmundur í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem frumfluttur er í hlaðvarpi þessa vikuna.
Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net segir að KSÍ ætti að ræða við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þó ekki sé vitað hvort hann hefði áhuga á starfinu:
„Ætti KSÍ ekki að taka símtalið við Óskar Hrafn Þorvaldsson? Hann hefur mjög gaman að því að vinna með unga leikmenn og þekkir alla íslenska unga leikmenn út í gegn."
„Maður veit ekki hvað Óskar er að hugsa varðandi næsta skref hjá sér, hvort hann verði hreinlega áfram í fótbolta því hann er ólíkindatól. Mér finnst að Óskar ætti að fá símtalið frá KSÍ. Mér finnst óeðlilegt ef hann fær það ekki," segir Elvar og Guðmundur bætir við:
„Maður hefur heyrt af því að Óskar sé jafnvel að hugsa um að fara aftur í yngri flokka eftir að hann hætti hjá Haugesund. Það væri ekki heimskulegt að heyra allavega í honum," segir Guðmundur.
Það kom ekki á óvart að Davíð Snorri var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann hefur unnið í teyminum með Hareide, meðal annars sem njósnari.
„Age þekkir Davíð og öfugt, þeir vinna vel saman. Þetta kom ekki á óvart. Davíð er öllum hnútum kunnugur og ég held að þetta sé mjög góð ráðning," segir Valur Gunnarsson.
Athugasemdir