Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   lau 11. júlí 2020 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar: Komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert
Gunnar var svekktur í leikslok.
Gunnar var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við komum hingað og ætluðum að fara áfram og ná eins langt og við gætum í bikarnum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 1-0 tap gegn Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Gunnar fjölgaði í sóknarlínu sinni undir lok leiks til að auka líkur á jöfnunarmarkinu.

„Já þar sem þetta er bikarkeppni þá reynir maður aðeins að bæta í, skitpir ekki máli að tapa 1-0 eða 2-0. Það gekk alveg nógu vel að setja þrýsting á varnarlínu Þór/KA."

Gunnar Magnús var, eins og Andri Hjörvar, spurður út í atvik undir restina þegar leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA fékk svokallaðan 'drop-ball' og sendi boltann yfir varnarlínu Keflavíkur og elti boltann uppi og ollu usla.

„Já þetta var svolítið sérstakt. Ég áttaði mig ekki alveg á því hver ætti að fá boltann. Þetta var búið að gerast fyrr í leiknum líka. Dómarinn sagði leikmanni okkar að fara í burtu og því stóðum við í þeirri meiningu að Þór/KA væri að gefa boltann til baka en síðan stungu þær boltanum í gegn og komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert. Ég veit ekki hver átti að eiga boltann."

Gunnar var að lokum spurður út í leikmannahópinn en athygli vakti að hann gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik.

„Leikmannahópurinn er ekki mjög breiður og það hefur verið töluvert álag, við erum búin að ferðat mikið. Þetta er sérstakt þar sem það liggur við að við séum komin með aðsetur hérna á Norðurlandinu, áttum Völsung í 1. umferð og Tindastól í 2. umferð og komum svo núna norður í bikarnum."

Gunnar ræddi að lokum um framhaldið og sjá má öll hans svör í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner