Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   lau 11. júlí 2020 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar: Komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert
Gunnar var svekktur í leikslok.
Gunnar var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við komum hingað og ætluðum að fara áfram og ná eins langt og við gætum í bikarnum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 1-0 tap gegn Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Gunnar fjölgaði í sóknarlínu sinni undir lok leiks til að auka líkur á jöfnunarmarkinu.

„Já þar sem þetta er bikarkeppni þá reynir maður aðeins að bæta í, skitpir ekki máli að tapa 1-0 eða 2-0. Það gekk alveg nógu vel að setja þrýsting á varnarlínu Þór/KA."

Gunnar Magnús var, eins og Andri Hjörvar, spurður út í atvik undir restina þegar leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA fékk svokallaðan 'drop-ball' og sendi boltann yfir varnarlínu Keflavíkur og elti boltann uppi og ollu usla.

„Já þetta var svolítið sérstakt. Ég áttaði mig ekki alveg á því hver ætti að fá boltann. Þetta var búið að gerast fyrr í leiknum líka. Dómarinn sagði leikmanni okkar að fara í burtu og því stóðum við í þeirri meiningu að Þór/KA væri að gefa boltann til baka en síðan stungu þær boltanum í gegn og komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert. Ég veit ekki hver átti að eiga boltann."

Gunnar var að lokum spurður út í leikmannahópinn en athygli vakti að hann gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik.

„Leikmannahópurinn er ekki mjög breiður og það hefur verið töluvert álag, við erum búin að ferðat mikið. Þetta er sérstakt þar sem það liggur við að við séum komin með aðsetur hérna á Norðurlandinu, áttum Völsung í 1. umferð og Tindastól í 2. umferð og komum svo núna norður í bikarnum."

Gunnar ræddi að lokum um framhaldið og sjá má öll hans svör í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner