Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   lau 11. júlí 2020 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar: Komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert
Gunnar var svekktur í leikslok.
Gunnar var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við komum hingað og ætluðum að fara áfram og ná eins langt og við gætum í bikarnum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 1-0 tap gegn Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Gunnar fjölgaði í sóknarlínu sinni undir lok leiks til að auka líkur á jöfnunarmarkinu.

„Já þar sem þetta er bikarkeppni þá reynir maður aðeins að bæta í, skitpir ekki máli að tapa 1-0 eða 2-0. Það gekk alveg nógu vel að setja þrýsting á varnarlínu Þór/KA."

Gunnar Magnús var, eins og Andri Hjörvar, spurður út í atvik undir restina þegar leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA fékk svokallaðan 'drop-ball' og sendi boltann yfir varnarlínu Keflavíkur og elti boltann uppi og ollu usla.

„Já þetta var svolítið sérstakt. Ég áttaði mig ekki alveg á því hver ætti að fá boltann. Þetta var búið að gerast fyrr í leiknum líka. Dómarinn sagði leikmanni okkar að fara í burtu og því stóðum við í þeirri meiningu að Þór/KA væri að gefa boltann til baka en síðan stungu þær boltanum í gegn og komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert. Ég veit ekki hver átti að eiga boltann."

Gunnar var að lokum spurður út í leikmannahópinn en athygli vakti að hann gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik.

„Leikmannahópurinn er ekki mjög breiður og það hefur verið töluvert álag, við erum búin að ferðat mikið. Þetta er sérstakt þar sem það liggur við að við séum komin með aðsetur hérna á Norðurlandinu, áttum Völsung í 1. umferð og Tindastól í 2. umferð og komum svo núna norður í bikarnum."

Gunnar ræddi að lokum um framhaldið og sjá má öll hans svör í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner