
Þór hefur krækt í danska sóknarmanninn Christian Jakobsen, sem oftast er kallaður Greko, en hann kemur frá Hvidövre í dönsku B-deildinni.
Greko, sem er 32 ára, skrifar undir samning sem gildir út 2027. Hann hefur á sínum ferli leikið með Lyngby, Bröndby, Roskilde og SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari 2020; var þá liðsfélagi Eggerts Gunnþórs Jónssonar.
Greko, sem er 32 ára, skrifar undir samning sem gildir út 2027. Hann hefur á sínum ferli leikið með Lyngby, Bröndby, Roskilde og SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari 2020; var þá liðsfélagi Eggerts Gunnþórs Jónssonar.
Á Akureyri hittir Greko fyrir Marcel Römer, leikmann KA, en Römer er sá leikmaður sem Greko hefur spilað flesta leiki með á ferlinum samkvæmt Transfermarkt.
„Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið allar stöður framarlega á vellinum. Greko hefur leikið 196 leiki í dönsku úrvalsdeildinni og skorað í þeim 36 mörk en á einnig yfir 100 leiki í dönsku B-deildinni."
„Greko er mættur til Akureyrar og mun hefja æfingar með liðinu strax en fær félagaskipti þegar félagaskiptaglugginn hérlendis opnar þann 17.júlí næstkomandi," segir í tilkynningu Þórs.
Það er mögulega annar leikmaður á leið í Þór því Dagbjartur Búi Davíðsson (2006), leikmaður KA, æfði með liðinu í vikunni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru líkur á því að Dagbjartur haldi yfir Glerána og gangi í raðir Þórs.
Eins og fram kemur í tilkynningunni fær Greko ekki leikheimild fyrr en 17. júlí. Þór á leik gegn Leikni á heimavelli á morgun í 12. umferð Lengjudeildarinnar.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 11 | 7 | 4 | 0 | 20 - 6 | +14 | 25 |
2. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
3. HK | 11 | 6 | 3 | 2 | 22 - 12 | +10 | 21 |
4. Keflavík | 11 | 5 | 3 | 3 | 23 - 15 | +8 | 18 |
5. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
6. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
7. Völsungur | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 26 | -9 | 13 |
8. Grindavík | 11 | 3 | 2 | 6 | 25 - 34 | -9 | 11 |
9. Fylkir | 11 | 2 | 4 | 5 | 15 - 17 | -2 | 10 |
10. Fjölnir | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Leiknir R. | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 25 | -13 | 9 |
12. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |
Athugasemdir