Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
   fös 11. ágúst 2017 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds.: Menn eru enn að jafna sig og gleðjast yfir þjóðhátíð
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Raggi Óla
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, er brattur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH sem fer fram klukkan 16:00 á morgun á Laugardalsvelli.

„Mér sýnist á hópnum að við verðum í fínu sjálfstrausti að fara inn í þennan leik. Við náum að einangra bikarleikina frá deildinni það vel að við náum ekki einu sinni að vinna deildarleikina, neinei smá grín, en deildin truflar ekkert og stemningin sem við náðum upp á móti Stjörnunni var góð og ég hef trú á því aftur að við náum því upp aftur," sagði Kristján við Fótbolta.net.

FH hefur unnið titilinn aðeins tvisvar sinnum, árið 2007 og 2010 en liðið hefur ekki verið áskrifandi að bikarúrslitaleikjum síðustu ár á meðan ÍBV er að fara í annan úrslitaleikinn sinn í röð.

„FH er komið í gírinn sinn. Um leið og þeir byrja að spila Evrópuleikina þá sjáum við rétta FH-liðið. Það fer allt í gang og þeim líður vel með það sem þeir eru að gera. Þeir eru að spila mun hraðari fótbolta en þeir voru að gera fyrr í sumar, það fylgir Evrópukeppninni þegar þú ert að mæta hraðari og sterkari liðum."

Kristján Flóki Finnbogason og Steven Lennon hafa verið sjóðheitir í sumar og verða verðugt verkefni fyrir ÍBV.

„Það er verkefni í hverjum einasta leik að mæta heitum framherjum en þeir eru virkilega góðir og Lennon hefur vakið mikla athygli enda sennilega einn af bestu mönnum í deildinni og Flóki gefst aldrei upp, sívinnandi og skorar sín mörk, stór og sterkur," sagði hann ennfremur.

Hann var ekkert sérstaklega ánægður með tímasetninguna á úrslitaleiknum.

„Helgina eftir Þjóðhátíð er ekkert svaka sniðugt. Fólk er að koma til baka úr fríum og annað en þetta hefði mátt vera einni viku seinna og þá hefði meira að segja orðið minni röskun á Íslandsmótinu. Við vorum að taka tjöldin niður úr dalnum í gær, þannig menn eru enn að jafna sig og gleðjast yfir Þjóðhátíðinni," sagði hann.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner