fim 11. ágúst 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Antonio og Wilson: Óþarfi að krjúpa í hverri viku
Mynd: Getty Images

Fyrirliðar úrvalsdeildarfélaga ræddu mikið um tilgang þess að krjúpa á hné fyrir hvern einasta deildarleik og ákváðu að fækka skiptunum. Á þessu deildartímabili munu leikmenn aðeins krjúpa fyrir upphafsflaut nokkurra leikja.


Michail Antonio hjá West Ham og Callum Wilson hjá Newcastle eru sammála um að það sé óþarfi að krjúpa á hné fyrir hvern einasta úrvalsdeildarleik. Þeir segja það drýgja gildi gjörningsins að gera hann í hverri viku.

„Það er óþarfi að gera þetta í hverri viku afþví bara. Þetta tapar áhrifum sínum þegar þetta er gert alltof oft. Við þurfum meiri hjálp frá ríkisstjórninni til að tækla þetta vandamál. Það er rétt að allir elska fótbolta og fótbolti kemur fólki saman en við fótboltamenn getum ekki stuðlað að meiri breytingu en þetta í gegnum þennan gjörning," sagði Wilson í Footballer's Football Podcast.

Antonio tók svo við: „Mér finnst gott að við höfum ekki alveg hætt með þetta en það mun skila meiri árangri að krjúpa sjaldnar. Áhrifin og umtalið verða mun meiri heldur en ef þetta er eitthvað sem er álitið venjulegt og er gert fyrir hvern leik. Það er mikilvægt að gera þetta, sérstaklega til að fræða börn sem horfa á fótbolta. Þau eru forvitin og vilja vita hvers vegna við erum að krjúpa."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner