Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   fös 11. ágúst 2023 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Andrews skrifar söguna með Víkingi: Sjáðu þarna, þetta er mamma mín
Ánægður.
Ánægður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum að byggja þetta upp fyrir fjórum árum. Við erum ekki búin, það eru fimm leikir eftir, en að verða meistarar er magnað," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir að liðið varð bikarmeistari í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Víkingur er bikarmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins og er jafnframt fyrsta félagið úr 1. deild til að vinna þennan titil. Svo sannarlega magnað afrek.

„Mér gæti ekki verið meira sama," sagði John þegar hann var spurður að því hvort það skipti einhverju máli að hann hefði fengið fullt af mjólk yfir glænýju jakkafötin sín. „Ég get alltaf farið með þau í hreinsun en þú getur ekki þurrkað út svona minningar."

„Ég hef unnið nokkra titla sem leikmaður og þjálfari, en þetta er sérstakt. Það var eitthvað í loftinu. Kannski eru það 2000 stuðningsmenn Víkinga, ég veit það ekki. Það er eitthvað sérstakt við þetta félag, strákarnir eru með það og við erum með það. Þetta er bara ótrúlegt."

„Breiðablik er risastórt félag, Ási er góður vinur minn og við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þau eru stærri en við í augnablikinu en ef stærðin skipti máli þá væri fíllinn kóngurinn í frumskóginum," sagði John og bætti við að þessi leikur hefði verið mögnuð auglýsing fyrir kvennaboltann.

„Þetta var einn besti leikur sem ég hef verið hluti af. Þetta voru tvö frábær lið og tveir frábærir stuðningsmannahópar."

John ætlar að skemmta sér vel í kvöld, fá sér Guinness og knús frá móður sinni. „Sjáðu þarna, þetta er mamma mín."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan en það er óhætt að mæla með áhorfi.
Athugasemdir
banner