Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 11. ágúst 2024 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Félagaskipti Alvarez og Gallagher í uppnámi
Mynd: EPA
Samu Omorodion er ekki á leið til Chelsea frá Atletico Madrid eins og stóð til sem getur haft þær afleiðingar að Julian Alvarez og Conor Gallagher fari ekki til Atletico.

Atletico vill fáa Gallagher frá Chelsea en enska félagið vildi fá spænska framherjann Samu Omorodion í staðinn.

Félögin hafa ekki náð samkomulagi um Omorodion en Chelsea hefur snúið sér að Joao Felix í staðinn samkvæmt heimildum Fabrizio Romano en Atletico þarf fjármagn til að ganga frá kaupum á Gallagher og Alvarez.

Jorge Mendes, umboðsmaður Felix, er mættur til Englands að semja um kaup og kjör.


Athugasemdir
banner
banner