Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 11. september 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Mjög skýrt að við þurfum framherja
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist vera í leit að framherja til að létta á álaginu á Harry Kane.

„Ég vil láta það mjög skýrt í ljós að félagið veit að ég þarf framherja og þeir vilja líka fá framherja," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag. „Fáum við framherja? Ég hef trú á því í hreinskilni sagt."

Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmenn Tottenham. ræddu þjálfaramál liðsins í hlaðvarpsþætti í vikunni en hlusta má á það hér að neðan.

Vinstri bakvörðurinn Danny Rose hefur verið orðaður við Genoa á Ítalíu en líklegt er að hann fari frá Tottenham.

„Ef Genoa fær Danny Rose þá tel ég að þeir fái góðan leikmann," sagði Mourinho.
Enski boltinn - Tottenham menn hafa trú á Mourinho
Athugasemdir
banner