Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 11. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Rosalega fagmannleg frammistaða í fyrri hálfeik og eiginlega mjög góð. Þetta voru hrikalega erfiðar aðstæður, mikið rok og erfitt að hemja boltann. Þannig að þrjú núll í hálfleik og í seinni hálfleik snerist það bara um að halda hreinu og ekki missa leikinn í einhverja vitleysu.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn er Víkingar unnu 3-0 sigur á liði Keflavíkur í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Sigur Víkinga auk taps Breiðabliks á Akureyri gerir stöðu Víkinga þegar líður að skiptingu deildarinnar betri en horfur voru á ekki fyrir margt löngu í eltingarleik Víkinga við Breiðablik.

„Já klárlega, þetta leik ekkert vel út eftir leik okkar gegn ÍBV. En stundum er gott að fá svona smá skell í andlitið því að sá leikur var bara alls ekki nægjanlega góður og við alltof værukærir og þar á meðal ég sjálfur. Við tókum upp á því að breyta aðeins okkar uppspili og hvernig við förum upp með boltann og í síðustu tveimur leikjum tólf mörk skoruð og ekkert mark fengið á sig sem að bætir líka markatölu sem gæti skipt máli þegar upp er staðið.“

Arnar bætti svo við um stöðu Blika,

„Þetta er ennþá í höndum Blikana en við þurfum að halda áfram að setja pressu og KA að koma inn í baráttuna þannig að það stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni.“

Áður en að því kemur mæta Víkingar þó KR í lokaumferð deildarinnar fyrir skiptingu næstkomandi laugardag. Leikir liðanna hafa verið frábær skemmtun undanfarin ár og átti Arnar ekki von á því að breyting yrði á því.

„Það er alltaf einhver kýtingur og læti eðlilega. Það er mikið stolt í herbúðum KR og smá uppgangur verið hjá þeim í síðustu leikjum. Búnir að fá menn til baka úr meiðslum og við líka þannig að bæði lið eru að detta í gírinn aftur. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur og alltaf gaman að mæta KR. Við verðum að passa okkur á að fagna ekki of mikið núna því töpuð stig á móti KR og öll vinna síðustu tveggja vikna er farinn í súginn.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner