Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   sun 11. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Rosalega fagmannleg frammistaða í fyrri hálfeik og eiginlega mjög góð. Þetta voru hrikalega erfiðar aðstæður, mikið rok og erfitt að hemja boltann. Þannig að þrjú núll í hálfleik og í seinni hálfleik snerist það bara um að halda hreinu og ekki missa leikinn í einhverja vitleysu.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn er Víkingar unnu 3-0 sigur á liði Keflavíkur í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Sigur Víkinga auk taps Breiðabliks á Akureyri gerir stöðu Víkinga þegar líður að skiptingu deildarinnar betri en horfur voru á ekki fyrir margt löngu í eltingarleik Víkinga við Breiðablik.

„Já klárlega, þetta leik ekkert vel út eftir leik okkar gegn ÍBV. En stundum er gott að fá svona smá skell í andlitið því að sá leikur var bara alls ekki nægjanlega góður og við alltof værukærir og þar á meðal ég sjálfur. Við tókum upp á því að breyta aðeins okkar uppspili og hvernig við förum upp með boltann og í síðustu tveimur leikjum tólf mörk skoruð og ekkert mark fengið á sig sem að bætir líka markatölu sem gæti skipt máli þegar upp er staðið.“

Arnar bætti svo við um stöðu Blika,

„Þetta er ennþá í höndum Blikana en við þurfum að halda áfram að setja pressu og KA að koma inn í baráttuna þannig að það stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni.“

Áður en að því kemur mæta Víkingar þó KR í lokaumferð deildarinnar fyrir skiptingu næstkomandi laugardag. Leikir liðanna hafa verið frábær skemmtun undanfarin ár og átti Arnar ekki von á því að breyting yrði á því.

„Það er alltaf einhver kýtingur og læti eðlilega. Það er mikið stolt í herbúðum KR og smá uppgangur verið hjá þeim í síðustu leikjum. Búnir að fá menn til baka úr meiðslum og við líka þannig að bæði lið eru að detta í gírinn aftur. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur og alltaf gaman að mæta KR. Við verðum að passa okkur á að fagna ekki of mikið núna því töpuð stig á móti KR og öll vinna síðustu tveggja vikna er farinn í súginn.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner