Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 11. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Rosalega fagmannleg frammistaða í fyrri hálfeik og eiginlega mjög góð. Þetta voru hrikalega erfiðar aðstæður, mikið rok og erfitt að hemja boltann. Þannig að þrjú núll í hálfleik og í seinni hálfleik snerist það bara um að halda hreinu og ekki missa leikinn í einhverja vitleysu.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn er Víkingar unnu 3-0 sigur á liði Keflavíkur í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Sigur Víkinga auk taps Breiðabliks á Akureyri gerir stöðu Víkinga þegar líður að skiptingu deildarinnar betri en horfur voru á ekki fyrir margt löngu í eltingarleik Víkinga við Breiðablik.

„Já klárlega, þetta leik ekkert vel út eftir leik okkar gegn ÍBV. En stundum er gott að fá svona smá skell í andlitið því að sá leikur var bara alls ekki nægjanlega góður og við alltof værukærir og þar á meðal ég sjálfur. Við tókum upp á því að breyta aðeins okkar uppspili og hvernig við förum upp með boltann og í síðustu tveimur leikjum tólf mörk skoruð og ekkert mark fengið á sig sem að bætir líka markatölu sem gæti skipt máli þegar upp er staðið.“

Arnar bætti svo við um stöðu Blika,

„Þetta er ennþá í höndum Blikana en við þurfum að halda áfram að setja pressu og KA að koma inn í baráttuna þannig að það stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni.“

Áður en að því kemur mæta Víkingar þó KR í lokaumferð deildarinnar fyrir skiptingu næstkomandi laugardag. Leikir liðanna hafa verið frábær skemmtun undanfarin ár og átti Arnar ekki von á því að breyting yrði á því.

„Það er alltaf einhver kýtingur og læti eðlilega. Það er mikið stolt í herbúðum KR og smá uppgangur verið hjá þeim í síðustu leikjum. Búnir að fá menn til baka úr meiðslum og við líka þannig að bæði lið eru að detta í gírinn aftur. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur og alltaf gaman að mæta KR. Við verðum að passa okkur á að fagna ekki of mikið núna því töpuð stig á móti KR og öll vinna síðustu tveggja vikna er farinn í súginn.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner