Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 11. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Rosalega fagmannleg frammistaða í fyrri hálfeik og eiginlega mjög góð. Þetta voru hrikalega erfiðar aðstæður, mikið rok og erfitt að hemja boltann. Þannig að þrjú núll í hálfleik og í seinni hálfleik snerist það bara um að halda hreinu og ekki missa leikinn í einhverja vitleysu.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn er Víkingar unnu 3-0 sigur á liði Keflavíkur í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Sigur Víkinga auk taps Breiðabliks á Akureyri gerir stöðu Víkinga þegar líður að skiptingu deildarinnar betri en horfur voru á ekki fyrir margt löngu í eltingarleik Víkinga við Breiðablik.

„Já klárlega, þetta leik ekkert vel út eftir leik okkar gegn ÍBV. En stundum er gott að fá svona smá skell í andlitið því að sá leikur var bara alls ekki nægjanlega góður og við alltof værukærir og þar á meðal ég sjálfur. Við tókum upp á því að breyta aðeins okkar uppspili og hvernig við förum upp með boltann og í síðustu tveimur leikjum tólf mörk skoruð og ekkert mark fengið á sig sem að bætir líka markatölu sem gæti skipt máli þegar upp er staðið.“

Arnar bætti svo við um stöðu Blika,

„Þetta er ennþá í höndum Blikana en við þurfum að halda áfram að setja pressu og KA að koma inn í baráttuna þannig að það stefnir í mjög skemmtilega úrslitakeppni.“

Áður en að því kemur mæta Víkingar þó KR í lokaumferð deildarinnar fyrir skiptingu næstkomandi laugardag. Leikir liðanna hafa verið frábær skemmtun undanfarin ár og átti Arnar ekki von á því að breyting yrði á því.

„Það er alltaf einhver kýtingur og læti eðlilega. Það er mikið stolt í herbúðum KR og smá uppgangur verið hjá þeim í síðustu leikjum. Búnir að fá menn til baka úr meiðslum og við líka þannig að bæði lið eru að detta í gírinn aftur. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur og alltaf gaman að mæta KR. Við verðum að passa okkur á að fagna ekki of mikið núna því töpuð stig á móti KR og öll vinna síðustu tveggja vikna er farinn í súginn.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner