Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. september 2022 14:52
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Blikar undir gegn KA - Víkingur að vinna 3-0
Rodrigo Gomes Mateo skoraði mark KA gegn Blikum
Rodrigo Gomes Mateo skoraði mark KA gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark Víkinga
Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Magg skoraði 13. mark sitt í deildinni gegn ÍBV
Gummi Magg skoraði 13. mark sitt í deildinni gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá er búið að flauta til hálfleiks í öllum sex leikjunum í Bestu deild karla en KA er að vinna Breiðablik, 1-0, á meðan Víkingur er 3-0 yfir gegn Keflavík.

Rodrigo Gomes Mateo skoraði eina mark KA gegn Blikum á 25. mínútu. Sveinn Margeir Hauksson átti fínustu sendingu inn í teig sem Rodri stangaði í netið.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Víkinga í toppbaráttunni en liðið er að vinna Keflavík 3-0. Danijel Dejan Djuric skoraði áður en Helgi Guðjónsson bætti við öðru úr vítaspyrnu. Ari Sigurpálsson gerði þriðja markið þremur mínútum síðar og ef þetta fer svona er Víkingur aðeins sex stigum á eftir Blikum.

FH er að vinna fallbaráttuslaginn gegn ÍA, 3-1. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr víti á 5. mínútu og þá bætti Vuk Oskar Dimitrijevic við öðru marki á 16. mínútu. Steinar Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir ÍA áður en Oliver Heiðarson kom FH í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks.

KR er að vinna Stjörnuna 2-0. Theodór Elmar Bjarnason og Stefán Árni Geirsson með mörkin. Fram er að gera 1-1 jafntefli við ÍBV þar sem Guðmundur Magnússon gerði 13. mark sitt í deildinni áður en Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin.

Það er þá markalaust hjá Leikni og Val.

Staðan í hálfleik:

KA 1 - 0 Breiðablik
1-0 Rodrigo Gomes Mateo ('25 )
Lestu um leikinn

FH 3 - 1 ÍA
1-0 Matthías Vilhjálmsson ('5 , víti)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('16 )
2-1 Steinar Þorsteinsson ('33 )
3-1 Oliver Heiðarsson ('41 )
Lestu um leikinn

KR 2 - 0 Stjarnan
1-0 Theodór Elmar Bjarnason ('9 )
2-0 Stefán Árni Geirsson ('14 )
Lestu um leikinn

Keflavík 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric ('17 )
0-2 Helgi Guðjónsson ('33 , víti)
0-3 Ari Sigurpálsson ('36 )
Lestu um leikinn

ÍBV 1 - 1 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon ('16 )
1-1 Alex Freyr Hilmarsson ('25 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. 0 - 0 Valur
Rautt spjald: Zean Peetz Dalügge, Leiknir R. ('19) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner