Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 11. september 2022 17:43
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Töpum á móti góðu liði
,,Fegurðin við fótboltann, er það ekki?''
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun og veru hefðum átt að vera komnir með betri stöðu eftir hann. Skrítið kannski að segja það af því að KA leiddi í hálfleik, en við vorum mikið sterkari aðilinn þá,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Hann hélt áfram: „Fram að því þegar við skorum, þá fannst mér við vera öflugir og kröftugir - og vera með frumkvæðið og stjórna leiknum. En um leið og við skorum þá hleypum við þeim inn í leikinn. Og þeir stjórna leiknum að stórum hluta það sem eftir lifir leiks. Þegar að það gerist, þá er alltaf hættan fyrir hendi. Þeir fá færi og við fáum færi, svo endar þetta með þessari vítaspyrnu sem að þeir skora úr og vinna.''

Nokkrum andartökum áður en Damir Muminovic tekur Ásgeir Sigurgeirsson niður í teig Blika fékk Viktor Karl Einarsson gullið tækifæri til að koma Blikum í 1-2.

„Þetta er fegurðin við fótboltann, er það ekki? Við hefðum getað komist yfir og svo bara þeir upp og einbeitingarleysi hjá okkur og þeir skora. Við töpum á móti góðu liði á erfiðum útivelli og ekkert svosem við því að segja. En fannst svona eins og við hefðum átt að fá meira útúr þessum leik, miðað við fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleik en það er ekki spurt að því.''

Blikar tróna á toppi deildarinnar, með 6 stiga forystu á Víkinga sem að sitja í 2. sæti. Það þarf varla mikið til þess að hvetja menn áfram?

„Nei, það er mjög auðvelt. Menn eru bara að einhverju leyti að keppa við sjálfa sig og við þurfum bara að passa það að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ekki vera að spá of mikið í hvað aðrir eru að gera og passa að klára þetta mót af sama krafti og hefur verið í sumar. Það er svona það eina sem við getum gert,'' sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner