Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   sun 11. september 2022 17:43
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Töpum á móti góðu liði
,,Fegurðin við fótboltann, er það ekki?''
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun og veru hefðum átt að vera komnir með betri stöðu eftir hann. Skrítið kannski að segja það af því að KA leiddi í hálfleik, en við vorum mikið sterkari aðilinn þá,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Hann hélt áfram: „Fram að því þegar við skorum, þá fannst mér við vera öflugir og kröftugir - og vera með frumkvæðið og stjórna leiknum. En um leið og við skorum þá hleypum við þeim inn í leikinn. Og þeir stjórna leiknum að stórum hluta það sem eftir lifir leiks. Þegar að það gerist, þá er alltaf hættan fyrir hendi. Þeir fá færi og við fáum færi, svo endar þetta með þessari vítaspyrnu sem að þeir skora úr og vinna.''

Nokkrum andartökum áður en Damir Muminovic tekur Ásgeir Sigurgeirsson niður í teig Blika fékk Viktor Karl Einarsson gullið tækifæri til að koma Blikum í 1-2.

„Þetta er fegurðin við fótboltann, er það ekki? Við hefðum getað komist yfir og svo bara þeir upp og einbeitingarleysi hjá okkur og þeir skora. Við töpum á móti góðu liði á erfiðum útivelli og ekkert svosem við því að segja. En fannst svona eins og við hefðum átt að fá meira útúr þessum leik, miðað við fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleik en það er ekki spurt að því.''

Blikar tróna á toppi deildarinnar, með 6 stiga forystu á Víkinga sem að sitja í 2. sæti. Það þarf varla mikið til þess að hvetja menn áfram?

„Nei, það er mjög auðvelt. Menn eru bara að einhverju leyti að keppa við sjálfa sig og við þurfum bara að passa það að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ekki vera að spá of mikið í hvað aðrir eru að gera og passa að klára þetta mót af sama krafti og hefur verið í sumar. Það er svona það eina sem við getum gert,'' sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner