Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 11. september 2022 17:43
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Töpum á móti góðu liði
,,Fegurðin við fótboltann, er það ekki?''
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun og veru hefðum átt að vera komnir með betri stöðu eftir hann. Skrítið kannski að segja það af því að KA leiddi í hálfleik, en við vorum mikið sterkari aðilinn þá,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Hann hélt áfram: „Fram að því þegar við skorum, þá fannst mér við vera öflugir og kröftugir - og vera með frumkvæðið og stjórna leiknum. En um leið og við skorum þá hleypum við þeim inn í leikinn. Og þeir stjórna leiknum að stórum hluta það sem eftir lifir leiks. Þegar að það gerist, þá er alltaf hættan fyrir hendi. Þeir fá færi og við fáum færi, svo endar þetta með þessari vítaspyrnu sem að þeir skora úr og vinna.''

Nokkrum andartökum áður en Damir Muminovic tekur Ásgeir Sigurgeirsson niður í teig Blika fékk Viktor Karl Einarsson gullið tækifæri til að koma Blikum í 1-2.

„Þetta er fegurðin við fótboltann, er það ekki? Við hefðum getað komist yfir og svo bara þeir upp og einbeitingarleysi hjá okkur og þeir skora. Við töpum á móti góðu liði á erfiðum útivelli og ekkert svosem við því að segja. En fannst svona eins og við hefðum átt að fá meira útúr þessum leik, miðað við fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleik en það er ekki spurt að því.''

Blikar tróna á toppi deildarinnar, með 6 stiga forystu á Víkinga sem að sitja í 2. sæti. Það þarf varla mikið til þess að hvetja menn áfram?

„Nei, það er mjög auðvelt. Menn eru bara að einhverju leyti að keppa við sjálfa sig og við þurfum bara að passa það að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ekki vera að spá of mikið í hvað aðrir eru að gera og passa að klára þetta mót af sama krafti og hefur verið í sumar. Það er svona það eina sem við getum gert,'' sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner