Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   sun 11. september 2022 17:43
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Töpum á móti góðu liði
,,Fegurðin við fótboltann, er það ekki?''
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun og veru hefðum átt að vera komnir með betri stöðu eftir hann. Skrítið kannski að segja það af því að KA leiddi í hálfleik, en við vorum mikið sterkari aðilinn þá,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Hann hélt áfram: „Fram að því þegar við skorum, þá fannst mér við vera öflugir og kröftugir - og vera með frumkvæðið og stjórna leiknum. En um leið og við skorum þá hleypum við þeim inn í leikinn. Og þeir stjórna leiknum að stórum hluta það sem eftir lifir leiks. Þegar að það gerist, þá er alltaf hættan fyrir hendi. Þeir fá færi og við fáum færi, svo endar þetta með þessari vítaspyrnu sem að þeir skora úr og vinna.''

Nokkrum andartökum áður en Damir Muminovic tekur Ásgeir Sigurgeirsson niður í teig Blika fékk Viktor Karl Einarsson gullið tækifæri til að koma Blikum í 1-2.

„Þetta er fegurðin við fótboltann, er það ekki? Við hefðum getað komist yfir og svo bara þeir upp og einbeitingarleysi hjá okkur og þeir skora. Við töpum á móti góðu liði á erfiðum útivelli og ekkert svosem við því að segja. En fannst svona eins og við hefðum átt að fá meira útúr þessum leik, miðað við fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleik en það er ekki spurt að því.''

Blikar tróna á toppi deildarinnar, með 6 stiga forystu á Víkinga sem að sitja í 2. sæti. Það þarf varla mikið til þess að hvetja menn áfram?

„Nei, það er mjög auðvelt. Menn eru bara að einhverju leyti að keppa við sjálfa sig og við þurfum bara að passa það að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ekki vera að spá of mikið í hvað aðrir eru að gera og passa að klára þetta mót af sama krafti og hefur verið í sumar. Það er svona það eina sem við getum gert,'' sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner