Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   sun 11. september 2022 17:43
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Töpum á móti góðu liði
,,Fegurðin við fótboltann, er það ekki?''
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Óskar Hrafn var ósáttur við að sjá KA menn taka stjórnina eftir jöfnunarmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun og veru hefðum átt að vera komnir með betri stöðu eftir hann. Skrítið kannski að segja það af því að KA leiddi í hálfleik, en við vorum mikið sterkari aðilinn þá,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Hann hélt áfram: „Fram að því þegar við skorum, þá fannst mér við vera öflugir og kröftugir - og vera með frumkvæðið og stjórna leiknum. En um leið og við skorum þá hleypum við þeim inn í leikinn. Og þeir stjórna leiknum að stórum hluta það sem eftir lifir leiks. Þegar að það gerist, þá er alltaf hættan fyrir hendi. Þeir fá færi og við fáum færi, svo endar þetta með þessari vítaspyrnu sem að þeir skora úr og vinna.''

Nokkrum andartökum áður en Damir Muminovic tekur Ásgeir Sigurgeirsson niður í teig Blika fékk Viktor Karl Einarsson gullið tækifæri til að koma Blikum í 1-2.

„Þetta er fegurðin við fótboltann, er það ekki? Við hefðum getað komist yfir og svo bara þeir upp og einbeitingarleysi hjá okkur og þeir skora. Við töpum á móti góðu liði á erfiðum útivelli og ekkert svosem við því að segja. En fannst svona eins og við hefðum átt að fá meira útúr þessum leik, miðað við fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleik en það er ekki spurt að því.''

Blikar tróna á toppi deildarinnar, með 6 stiga forystu á Víkinga sem að sitja í 2. sæti. Það þarf varla mikið til þess að hvetja menn áfram?

„Nei, það er mjög auðvelt. Menn eru bara að einhverju leyti að keppa við sjálfa sig og við þurfum bara að passa það að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ekki vera að spá of mikið í hvað aðrir eru að gera og passa að klára þetta mót af sama krafti og hefur verið í sumar. Það er svona það eina sem við getum gert,'' sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner