Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að White hafi beðið um að vera látinn í friði
Mynd: Getty Images
Ben White hefur ekki spilað með enska landsliðinu frá árinu 2022. Hann yfirgaf herbúðir landsliðsins á HM í Katar og hefr ekki verið valinn síðan.

Gareth Southgate reyndi að velja White í hópinn í mars á þessu ári en White sagði nei. Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari landsliðsins, var svo spurður út í White í gær.

Carsley sagði að White hefði óskað eftir því að enginn myndi setja sig í samband við sig vegna landsliðsins.

„Ég er ekki búinn að plana nein samskipti við White. Við ræddum það þegar hópurinn var tilkynntur, allir sem koma til greina eiga möguleika á sæti í hópnum. Síðast þegar ég vissi þá óskaði White eftir því að það yrði ekki haft samband. Ef það breytist, þá breytist það."

„Mér finnst mikilvægt að það sé alvöru samkeppni alls staðar á vellinum, og því fleiri leikmenn sem við getum valið úr, því betra,"
sagði Carsley sem stýrði Englandi til sigurs í leikjum gegn Írlandi og Finnlandi í þessum landsleikjaglugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner