Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 11. október 2013 16:30
Björn Daníel Sverrisson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Topp tveir í 10 ár
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að næstsíðasta pistlinum en Björn Daníel Sverrisson skrifar um sumarið hjá FH.



Vonbrigði er svona fyrsta sem kemur upp í hausinn á manni þegar maður hugsar um sumarið 2013 hjá FH. Að sjálfsögðu var stefnan sett á að halda titlinum í Krikanum eftir síðasta tímabil en því miður gekk það ekki eftir.

Bikarinn var svona eins og síðustu ár. Skakklöppuðumst í gegnum fyrsta leik og svo með allt niðrum okkur í þeim næsta. Það er greinilega að titilinn 2010 hefur eitthvað farið illa í menn.

Deildin var misjöfn. Það var oft eins og við værum að ná okkur í gang en vorum svo rifnir aftur niður á jörðina. Enduðum með 47 stig sem hefði dugað mörg önnur ár en KR voru bara einfaldlega jafnasta og sterkasta liðið í ár. Það koma nokkrir leikir upp í hugann þar sem maður hugsar „hvað ef?“. KR leikurinn heima þar sem við náðum að jafna eftir að hafa misst mann útaf og 2-0 undir, KR leikurinn úti þar sem við klikkum víti í stöðunni 0-0 og Víking Ó heima þar sem við vorum með leikinn í okkar höndum en missum hann svo niður útaf einhverri vitleysu.

En það þýðir ekkert að hugsa þannig þegar allt kemur til alls. Þetta er bara eins og sagan um Adam og Evu.

Evrópuleikirnir voru hrikalega skemmtilegir og þar sýndum við ásamt hinum Íslensku liðunum hvað við erum kannski nálægt því að komast á það stig sem allir vilja komast á. Með aga og skipulagi þá vorum við ekki langt frá því að gera góða hluti á móti Austría Vín en vantaði kannski smá meiri gæði í sóknarleik hjá okkur. Á móti Genk töpum við 2-0 heima eftir að undirritaður tekur eitt lélegasta vítið í sumar. Töpum 5-2 úti en að vísu eftir að hafa komist 2-1 og fleygðum bara öllu í þetta og tókum séns.

En það þýðir ekkert að vera hugsa þannig þegar allt kemur til alls. Þetta er bara eins og sagan um Jóa og baunagrasið.

Þrátt fyrir viss vonbrigði í sumar þá voru margir leikmenn sem áttu frábært tímabil og komu mörgum á óvart. Sem dæmi má nefna uppgötvun ársins að mati Hödda Magg. Brynjar Ásgeir sem að spilaði suma leikina í sumar eins og hann væri 36 ára og með 300 leiki á bakinu. Bæði hvað varðar gæði og holningu inná vellinum. Jón Jónsson sýndi það að hann er ekki bara einungis frábær ritstjóri og frægast söngvari landsins og spilaði virkilega vel. Réttur dagsins á leikdegi hjá Guðmanni Þóris var iðulega framherji mótherjans. En þetta eru bara nokkur dæmi.

Sjálfur er ég virkilega stoltur og ánægður að hafa verið hluti af FH liðinu í öll þessi ár sem ég hef spilað þar. Sjáumst síðar!
BD10

Sjá einnig:
Evrópa í þriðju tilraun - Stjarnan
Hæ - Breiðablik
Af litlum Nesta verður oft mikið bál - Valur
Óvissuferð - ÍBV
Svarthvíta sumarið - Fylkir
Allt er gott sem endar vel - Þór
Skítugur sokkur - Keflavík
Sjálfsmarkaregn - Fram
Eftirminnilegt sumar á enda - Víkingur Ó.
Falllegt tímabil - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner