Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Dana eftir 3-0 sigur á Íslandi: Risastórt afrek
Icelandair
Kasper Hjulmand.
Kasper Hjulmand.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður," sagði Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, eftir 3-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli.

„Það er mjög erfitt að koma hingað og spila fótbolta gegn þessu íslenska liðið," sagði Hjulmand við Stöð 2 Sport.

„Ég ber mikla virðingu fyrir þessum leikmönnum og fyrir því sem þeir hafa verið að gera. Ef þeir tapa á heimavelli er það vanalega mjög naumt, vanalega með einu marki. Það er risastórt afrek fyrir okkar stráka að koma hingað og vinna 3-0."

„Við stjórnuðum leiknum, sóttum mikið og vorum mikið með boltann. Við sóttum mikið upp kantana og áttum margar hættulegar fyrirgjafir. Við pressuðum vel og héldum þeim frá markinu okkar. Í heildina var þetta flotta heildarframmistaða og við vorum heilt yfir betra liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner