
Íslenska U17 ára landsliðið mætti Frakklandi í lokaleik sínum í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins á Valentino Mazzola-vellinum á Ítalíu í gær.
Leikurinn endaði með 6-4 sigri Frakklands og eru það úrslit sem þýða að Ísland er fallið niður í B-deild fyrir næstu umferð undankeppninnar og á ekki möguleika á að komast í lokakeppnina.
Leikurinn endaði með 6-4 sigri Frakklands og eru það úrslit sem þýða að Ísland er fallið niður í B-deild fyrir næstu umferð undankeppninnar og á ekki möguleika á að komast í lokakeppnina.
Í uppbótartíma í gær náði Ísland að skora sitt fimmta mark en rangstaða var dæmd og markið taldi ekki. Það var einstkalega svekkjandi því að markið hefði komið Íslandi upp fyrir Ítalíu í riðlinum og liðið ætti enn möguleika á því að fara á lokamótið.
Harpa Helgadóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á 95. mínútu en flaggið fór á loft. Ansi svekkjandi dómur og illskiljanlegur miðað við staðsetningu leikmanna í markinu. Myndband af markinu má sjá hér að neðan.
Það er Magnús Örn Helgason, þjálfari liðsins, sem birtir myndbandið en hann fékk rauða spjaldið í kjölfar atviksins.
Rangstaða á 95. mín og við ekki áfram.
— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) October 10, 2022
Skin og skúrir.. pic.twitter.com/Y1v4Nb7Bzq
Athugasemdir