Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 11. október 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mark sem hefði fleytt Íslandi áfram
Mynd: KSÍ
Íslenska U17 ára landsliðið mætti Frakklandi í lokaleik sínum í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins á Valentino Mazzola-vellinum á Ítalíu í gær.

Leikurinn endaði með 6-4 sigri Frakklands og eru það úrslit sem þýða að Ísland er fallið niður í B-deild fyrir næstu umferð undankeppninnar og á ekki möguleika á að komast í lokakeppnina.

Í uppbótartíma í gær náði Ísland að skora sitt fimmta mark en rangstaða var dæmd og markið taldi ekki. Það var einstkalega svekkjandi því að markið hefði komið Íslandi upp fyrir Ítalíu í riðlinum og liðið ætti enn möguleika á því að fara á lokamótið.

Harpa Helgadóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á 95. mínútu en flaggið fór á loft. Ansi svekkjandi dómur og illskiljanlegur miðað við staðsetningu leikmanna í markinu. Myndband af markinu má sjá hér að neðan.

Það er Magnús Örn Helgason, þjálfari liðsins, sem birtir myndbandið en hann fékk rauða spjaldið í kjölfar atviksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner