Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gulldrengurinn: Þessir eru tilnefndir
Désiré Doué þykir líklegur til að hreppa verðlaunin
Désiré Doué þykir líklegur til að hreppa verðlaunin
Mynd: EPA
Estevao er tilnefndur
Estevao er tilnefndur
Mynd: EPA
Hin afar eftirsóttu verðlaun „Gulldrengurinn“ verða veitt á næstu vikum en Tuttosport hefur tilkynnt þá sem koma til greina í ár.

Désiré Doué, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, er talinn líklegastur til að hreppa verðlaunin í ár, en hann var mikilvægur hlekkur í liði PSG sem vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í vor.

Brasilíski leikmaðurinn Estevao er einnig talinn líklegur, en hann spilaði frábærlega með Palmeiras á síðustu leiktíð áður en hann gekk í raðir Chelsea. Hann fór með Palmeiras alla leið í úrslit HM félagsliða, þar sem hann skoraði einmitt gegn Chelsea áður en hann gekk í raðir enska félagsins.

Pau Cubarsi og Franco Mastantuono eru einnig tilnefndir.

Lamine Yamal vann verðlaunin á síðasta ári en hann komst þá í hóp með leikmönnum á borð við Gavi, Pedri, Erling Haaland, Kylian Mbappe og Paul Pogba.

Þessir eru tilnefndir:
Pau Cubarsi (Barcelona/Spánn)
Desire Doue (Paris Saint-Germain/Frakkland)
Dean Huijsen (Real Madrid/Spánn)
Kenan Yildiz (Juventus/Tyrkland)
Myles Lewis-Skelly (Arsenal/England)
Warren Zaire-Emery (Paris Saint-Germain/Frakkland)
Arda Guler (Real Madrid/Tyrkland)
Franco Mastantuono (Real Madrid/Argentína)
Ethan Nwaneri (Arsenal/England)
Jorrel Hato (Chelsea/Holland)
Geovany Quenda (Sporting CP/Portúgal)
Estevao (Chelsea/Brasilía)
Leny Yoro (Manchester United/Frakkland)
Senny Mayulu (Paris Saint-Germain/Frakkland)
Jobe Bellingham (Borussia Dortmund/England)
Nico O’Reilly (Manchester City/England)
Eliesse Ben Seghir (Bayer Leverkusen/Marokkó)
Rodrigo Mora (Porto/Portúgal)
Giovanni Leoni (Liverpool/Ítalía)
Victor Froholdt (Porto/Danmörk)
Lucas Bergvall (Tottenham/Svíþjóð)
Francesco Pio Esposito (Inter/Ítalía)
Archie Gray (Tottenham/England)
Mamadou Sarr (Chelsea/Frakkland)
Aleksandar Stankovic (Club Brugge/Serbía)
Athugasemdir
banner
banner