Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Takk fyrir áhugann en ég vil spila fyrir Argentínu“
Mynd: EPA
Argentínski sóknartengiliðurinn Matias Soule segist hafa hafnað því að spila með ítalska landsliðinu enda draumur hans að spila með Argentínu.

Soule er 22 ára gamall leikmaður sem hefur verið að gera góða hluti með Roma á þessari leiktíð.

Hann kom til félagsins frá Juventus á síðasta ári og verið mikilvægur hlekkur undir stjórn Gian Piero Gasperini.

Honum stóð til boða að spila með ítalska landsliðinu en hann hafði ekki áhuga á því.

„Ítalska fótboltasambandið hafði tvisvar samband við mig. Ég þakkaði þeim fyrir áhugann og sagðist aðeins vilja spila fyrir Argentínu. Ég held áfram að berjast fyrir því að komast í argentínska landsliðið,“ sagði Soule.

Soule á nokkra leiki að baki með yngri landsliðum Argentínu, en á enn eftir að spila með A-landsliðinu. Það gæti breyst í næsta mánuði, það er að segja ef hann heldur áfram á sama skriði.
Athugasemdir
banner