Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 14:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Framlengja samning við Genius Sports
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Steve Burton frá Genius Sports og Heimir Fannar Gunnlaugsson formaður ÍTF.
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Steve Burton frá Genius Sports og Heimir Fannar Gunnlaugsson formaður ÍTF.
Mynd: KSÍ
ÍTF og KSÍ hafa framlengt samninga við fjölmiðlunarfyrirtækið Genius Sports um streymis- og gagnarétt á íslenska boltanum.

Samningurinn gildir út 2030 keppnistímabilið og um er að ræða umtalsverða hækkun frá fyrri samningi samkvæmt frétt á veg KSÍ.

Genius Sports kaupir rétt til dreifingar á myndmerki frá öllum leikjum efstu deilda Íslandsmóts og bikarkeppni karla og kvenna. ÍTF og KSÍ tryggja framleiðslu allra myndmerkja í samstarfi við SÝN, RÚV, OZ og Spiideo.

„Tækni okkar og alþjóðleg dreifikerfi munu tengja íslenskan fótbolta við aðdáendur um allan heim, á sama tíma og þau styrkja framúrskarandi efnisveitu okkar fyrir stærstu veðbanka heims," segir Craig Rae hjá Genius Sports.

„Með undirritun þessa samnings, sem er afrakstur rúmlega árs vinnu, tryggjum við íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum til næstu ára. Samstarfið við Genius Sports hefur verið farsælt og opnar einnig á fjölmarga möguleika til samstarfs í stafrænni þróun. Við erum þar í góðum félagsskap með ensku og ítölsku úrvalsdeildunum, FIBA og NFL," segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.
Athugasemdir