Helgi Guðjónsson hefur átt mjög gott tímabil með Íslandsmeistaraliði Víkings. Framherjinn var þekktur sem einn öflugasti varamaður deildarinnar. Þó að hann hafi byrjað talsvert af leikjum síðustu ár þá var sá stimpill á honum.
Á þessu tímabili hefur hann verið í stærra hlutverki, og það sem vinstri bakvörður. Það hlutverk varð til fyrir hann í kringum leikina gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni snemma á þessu ári. Karl Friðleifur Gunnarsson var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen brá á það ráð að spila Helga sem vinstri bakverði. Sölvi var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net um síðustu helgi og ræddi um Helga.
Á þessu tímabili hefur hann verið í stærra hlutverki, og það sem vinstri bakvörður. Það hlutverk varð til fyrir hann í kringum leikina gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni snemma á þessu ári. Karl Friðleifur Gunnarsson var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen brá á það ráð að spila Helga sem vinstri bakverði. Sölvi var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net um síðustu helgi og ræddi um Helga.
„Mig langar að nefna Helga, framherja sem er færður niður í vinstri bakvörð. Það er ekkert sjálfgefið að vera einn af þeim sem hefur komið að flestum mörkum í deildinni sem vinstri bakvörður. Við megum ekki líta framhjá því að þetta er virkilega vel gert hjá Helga."
„Þetta sýnir hvað hann er mikill íþróttamaður, taktísktlega sterkur, eins og svampur þegar maður kemur með upplýsingar til hans: hvernig hann á að verjast, hvernig hann á að standa þegar boltinn er hérna og þarna. Hann gleypir það og gerir það svo næst," sagði Sölvi í þættinum.
Helgi hefur samkvæmt FotMob komið að fimmtán mörkum og það eru einungis Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Aron Sigurðarson sem hafa komið með beinum hætti að mörkum. Mörkin eru átta og stoðsendingarnar sjö.
Ingvi Þór Sæmundsson á Vísi skrifaði skemtmilega grein í síðustu viku þar sem hann velti fyrir sér hvort Helgi hefði verið að eiga Steina Gísla tímabil. Greinina má lesa hér.
Athugasemdir