Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 16. október 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ekki ánægðir með meðhöndlun Bandaríkjanna á Pulisic
Pulisic var látinn spila þrátt fyrir að hafa ekki getað æft af fullum krafti.
Pulisic var látinn spila þrátt fyrir að hafa ekki getað æft af fullum krafti.
Mynd: EPA
Þrír leikmenn AC Milan eru að glíma við meiðslavandræði eftir landsleikjagluggann, þar á meðal er Christian Pulisic. Hann er að gangast undir skoðun vegna meiðsla sinna.

Pulisic hefur fundið fyrir óþægindum í ökkla að undanförnu en spilaði vináttulandsleik með Bandaríkjunum gegn Ástralíu í vikunni þrátt fyrir að hafa ekki getað tekið þátt að fullu í æfingum í aðdraganda leiksins.

Pulisic entist í hálftíma í leiknum og fór af velli vegna meiðsla aftan í læri. Forráðamenn AC Milan eru sagðir pirraðir út í Mauricio Pochettino, landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, fyrir að hafa ákveðið að spila Pulisic sem er markahæsti leikmaður Milan í ítölsku A-deildinni.

Milan á leik gegn Fiorentina á sunnudag og mun Christopher Nkunku væntanlega vera frammi með Santiago Gimenez.

Meiðsli Rabiot verri en talið var
Miðjumaðurinn Adrien Rabiot gat ekki verið með franska landsliðinu gegn Íslandi á mánudaginn. Nú hefur komið í ljós að hann verður ekki með Milan í næstu leikjum og mögulega verður hann frá í mánuð.

Þá meiddist Pervis Estupinan í landsliðsverkefni með Ekvador og er búist við því að hann missi af leiknum gegn Fiorentina.

Milan er í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar, tveimur stigum frá Napoli og Roma sem eru á toppnum.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner