Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 11:51
Elvar Geir Magnússon
Hlegið þegar hann stefndi á landsliðið en skoraði svo gegn Íslandi
Eimskip
 Jean-Philippe Mateta kom Frökkum yfir gegn Íslandi.
Jean-Philippe Mateta kom Frökkum yfir gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frammistaða hins 28 ára gamla Jean-Philippe Mateta með Crystal Palace gerði það að verkum að hann var valinn í franska landsliðshópinn. Hann hefur skorað 21 mark í síðustu 58 leikjum með Palace.

Mateta lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Frakkland á mánudaginn og skoraði í 2-2 jafntefli gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Mateta náði markmiði sínu að spila fyrir franska landsliðið en það var hlegið að honum á sínum tíma þegar hann talaði um það markmið.

„Þegar ég átti ekki fast sæti hjá Crystal Palace var ég samt að tala um markmið mitt að spila fyrir franska landsliðið, Wilfried Zaha og fleiri liðsfélagar hlógu að mér," segir Mateta við L'Equipe.

„Þeir sögðu að ég væri ruglaður að hugsa um franska landsliðið þegar ég væri ekki einu sinni að spila hjá Palace. En ég svaraði að þetta væri markmið mitt og ég þyrfti einfaldlega að fá að spila til að sýna hvað ég gæti."

Zaha sjálfur hefur svarað eftir þetta viðtal Mateta og er alls ekki sáttur við að hafa verið nafngreindur sérstaklega því þetta hafi verið um tíu manna hópur sem hafi verið að gantast. Hann harðneitar fyrir það að hafa sagt við Mateta að hann myndi aldrei spila fyrir landsliðið.


Athugasemdir