Börkur Edvardsson, fyrrum formaður Vals, er formaður í nýjum starfshópi KSÍ sem á að rýna og meta hvernig hefur til tekist með fyrirkomulaginu í Bestu deild karla.
Þetta er fjórða tímabilið með þessu fyrirkomulagi, þar sem deildinni er skipt upp í tvennt að loknum 22 umferðum og þá spilaðar fimm umferðir til viðbótar.
Þetta er fjórða tímabilið með þessu fyrirkomulagi, þar sem deildinni er skipt upp í tvennt að loknum 22 umferðum og þá spilaðar fimm umferðir til viðbótar.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar, eru meðal annarra sem sitja í starfshópnum.
Þar eru einnig þrír fulltrúar frá félögum; Kári Árnason frá Íslandsmeisturum Víkings, Ívar Pétursson frá bikarmeisturum Vestra og Guðni Hreinsson frá KA. Jóhann Már Helgason hlaðvarpsstjórnandi er einnig í nefndinni.
Einnig hefur verið settur saman starfshópur sem rýnir í umgjörð og aðsókn leikja í Bestu deildunum og Lengjudeildunum en þar er Máni Pétursson, stjórnarmaður KSÍ, formaður.
Athugasemdir