Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þakklátur Pablo - „Ég tæklaði það miklu miklu verr en hann hefur gert"
Sneri til baka eftir tæplega árs fjarveru í júlí.
Sneri til baka eftir tæplega árs fjarveru í júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Gaf allt til liðsins, tók sig til hliðar og hugsaði fyrst og fremst hvað væri best fyrir liðið'
'Gaf allt til liðsins, tók sig til hliðar og hugsaði fyrst og fremst hvað væri best fyrir liðið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Víkingi eftir endurkomu hans úr krossbandsmeiðslum. Pablo sleit krossband um mitt sumar 2024 og sneri aftur í júlí á þessu ári.

Hann byrjaði einn leik eftir endurkomuna og kom inn á í níu leikjum. Í síðustu fimm leikjum hefur hann verið utan hóps.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Íslandsmeistaranna, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net um síðustu helgi og ræddi um Pablo.

„Pablo ætti að vera búinn að fá meira kredit, bara hvernig hann er búinn að tækla það að vera fyrir utan hóp. Hann er búinn að vera algjör „champ" og gera það sem er best fyrir liðið. Hann er búinn að mæta á hverja einustu æfingu tilbúinn að halda „standardnum" uppi. og það er ekkert sjálfgefið," sagði Sölvi.

„Ég veit alveg hvernig það er að vera fyrir utan hóp og ekki vera partur af liði þegar þér finnst þú eiga vera það. Ég get alveg sagt að ég tæklaði það miklu miklu verr en Pablo hefur gert núna, þannig ég er mjög þakklátur honum. Ég sagði við hann eftir að við unnum titilinn að ég væri þakklátur fyrir hvernig hann er búinn að bera sig og tækla þetta mótlæti. Hann gaf allt til liðsins, tók sig til hliðar og hugsaði fyrst og fremst hvað væri best fyrir liðið," sagði þjálfarinn sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður.

Samningur Pablo við Víking rennur út um áramótin, hann kom til Víkings frá KR fyrir tímabilið 2021. Þáttinn má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Athugasemdir
banner