Jonjo Shelvey, fyrrum leikmaður Newcastle og Liverpool, býr í dag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og spilar fyrir Arabian Falcons í C-deildinni í landinu. Shelvey, sem er 33 ára, fór í viðtal við BBC og ræddi um þessi áhugaverðu félagaskipti sín.
„Ég hef séð því haldið fram að ég hafi farið hingað vegna peninga. Hvaða peninga? Það eru ekki peningar í þessari deild. Bróðir minn vinnur á hóteli í London og er á hærri launum en ég," segir Shelvey sem var síðast hjá Burnley en fór á Arabíuskagann á frjálsri sölu.
„Ég hef séð því haldið fram að ég hafi farið hingað vegna peninga. Hvaða peninga? Það eru ekki peningar í þessari deild. Bróðir minn vinnur á hóteli í London og er á hærri launum en ég," segir Shelvey sem var síðast hjá Burnley en fór á Arabíuskagann á frjálsri sölu.
„Þetta snýst um að njóta og vera með fjölskyldunni. Í hreinskilni sagt vildi ég ekki að börnin mín myndu alast lengur upp á Englandi. Mér finnst Bretland ekki það sama og það var fyrir 10-15 árum."
„Ég er aldrei með úrið á mér þegar ég er í London. Maður getur varla verið með farsíma þar lengur. Ég er ekki mikið inn í pólitík en hef bara séð hvernig þróunin hefur verið. Ég ætla ekki að segja meira því það kemur mér bara í vandræði," segir Shelvey en þess má geta að um 80 þúsund farsímum var stolið í London á síðasta ári.
???????? Jonjo Shelvey made his first start for UAE third-tier side Arabian Falcons. He captained his side to a 1-0 win but also missed this penalty. A moment he will want to forget #nufc #nffc pic.twitter.com/pImniN6Jte
— English Players Abroad (@EnglishAbroad1) October 5, 2025
Athugasemdir