Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 11:34
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Björn Daníel að verða spilandi þjálfari Sindra?
Björn Daníel Sverrisson í leik með FH.
Björn Daníel Sverrisson í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vill byrja að safna undirskriftum til að halda Birni í Bestu deildinni.
Valur vill byrja að safna undirskriftum til að halda Birni í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson er orðaður við þjálfarastarfið hjá Sindra á Höfn í Hornafirði. Björn Daníel hefur ýjað að því að hann láti staðar numið í efstu deild eftir þetta tímabil.

Björn Daníel, sem er 35 ára miðjumaður, er uppalinn hjá FH og hefur allan sinn feril á Íslandi spilað í hvítu og svörtu. Erlendis lék hann í Danmörku og Noregi og lék hann átta A-landsleiki.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var sagt að konan hans væri frá Hornafirði og Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, sagði frá því að háværar sögur væru um að hann myndi taka við Sindra.

Valur Gunnarsson spurði þá hvort hann yrði ekki örugglega spilandi þjálfari?

„Pottþétt. Það hlýtur að vera. Þeir enduðu í níunda sæti í þriðju deildinni," svaraði Elvar.

Vilja ekki missa hann úr Bestu deildinni
„Þetta er geðveikt. Ég trúi þessari sögu strax. Mér finnst þetta líklegt um leið," sagði Sæbjörn Steinke.

„Ég fer alltaf austur á sumrin og það yrði gaman að sjá Björn Daníel í þriðju deildinni. En ég er enn á því að byrja undirskriftarlista um að hann megi ekki hætta í Bestu deildinni. Þetta er einn skemmtilegasti leikmaðurinn í þessari deild," sagði Valur en það verður klárlega söknuður af þessum frábæra leikmanni úr Bestu deildinni. Hann hefur verið einn besti leikmaður FH á tímabilinu.
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner