Jayden Danns, framherji Englandsmeistara Liverpool, verður ekki með næstu mánuði eftir að hafa meiðst aftan í læri en þetta staðfestir Rob Page, þjálfari U21 árs liðs Liverpool.
Danns er 19 ára gamall unglingalandsliðsmaður Englands sem er í miklum metum hjá þjálfarateymi Liverpool.
Hann þreytti frumraun sína með aðalliðinu á síðustu leiktíð Jürgen Klopp, en alls lék hann fimm leiki og skoraði tvö mörk.
Á síðustu leiktíð skoraði hann eitt mark í fjórum leikjum fyrir áramót, en var síðan lánaður til Sunderland í B-deildinni. Hann náði aldrei að spila fyrir Sunderland vegna bakmeiðsla.
Framherjinn sneri aftur í hópinn hjá Liverpool í sumar og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í sigri á Southampton í deildabikarnum, en er nú kominn aftur á meiðslalistann.
Samkvæmt Rob Page, þjálfara U21 hjá Liverpool, verður hann frá í tvo mánuði vegna meiðsla aftan í læri.
Athugasemdir