Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 16. október 2025 10:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli reif liðþófa - Ekki meira með á tímabilinu
Eimskip
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon, leikmaður Brann, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa rifið liðþófa í hné.

Hann verður því ekki meira með Brann í norsku úrvalsdeildinni en deildinni lýkur í lok nóvember.

Sævar fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Frakklandi á mánudag, fór í myndatöku í gær og fékk þessa niðurstöðu í kjölfarið.

Þetta er mikið áfall fyrir Brann sem er í toppbaráttu í norsku deildinni og að spila í Evrópudeildinni. Þetta er einnig áfall fyrir íslenska landsliðið en Sævar missir af leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu í nóvember.



Athugasemdir
banner