Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel ætlar að ræða við Bellingham - „Ég er ekki að refsa þeim“
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, segist ekki hafa verið að refsa Jude Bellingham með því að velja hann ekki í hópinn í þessum mánuði.

Margir ráku upp stór augu þegar Tuchel tilkynnti hópinn fyrir leikina gegn Wales og Lettlandi.

Bellingham, ein stærsta stjarna landsliðsins, var ekki í hópnum og ekki heldur Phil Foden sem er að finna sitt gamla form með Manchester City.

Tuchel mun ræða við þá leikmenn sem voru ekki hluti af þessu verkefni, en hann segir jafnframt mikilvægt að allir séu á sömu blaðsíðu.

„Ætli það ekki. Ég meina af hverju ekki? Hann er stór og mikilvægur leikmaður. Ég mun tala við marga af strákunum og líka þá sem eru ekki í hópnum því þessir leikmenn sem eru hér finna fyrir uppskerunni. Það er samt líka mikilvægt að vera áfram í sambandi við hina strákana.“

„Ég efast það ekki í eina mínútu. Ég er viss um að ef við bjóðum þeim að koma þá munu þeir kaupa það sem við erum að reyna gera hérna.“

„Þetta er ekki refsing og þeir hafa ekki gert neitt rangt. Ég finn það alveg frá þeim þegar ég tala við þá og allir vilja koma aftur. Þannig verður þetta að vera. Ég treysti á fleiri leikmenn en þá sem eru hér,“
sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner