Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
banner
   mið 15. október 2025 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum þjálfari Íra gagnrýnir Heimi - „Eitt af vandamálunum sem fylgja því að vera ekki frá Írlandi“
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: EPA
Brian Kerr
Brian Kerr
Mynd: EPA
Kerr stýrði Færeyjum frá 2009 til 2011
Kerr stýrði Færeyjum frá 2009 til 2011
Mynd: EPA
Brian Kerr, fyrrum landsliðsþjálfari Írlands, gagnrýnir Heimi Hallgrímsson í viðtali við Virgin Sports Media, en hann segir erfitt að lesa úr því sem Íslendingurinn sé að reyna að gera með landsliðið.

Kerr stýrði írska landsliðinu frá 2003 til 2005 en hafði áður stýrt yngri landsliðunum og St. Patrick's Athletic.

Hann þekkir það einnig að hafa stýrt erlendu landsliði en hann þjálfaði Færeyjar frá 2009 til 2011 þar sem hann náði í nokkur góð úrslit.

Írinn var í viðtali við Virgin Sports Media þar sem talaði um Heimi Hallgríms. Hann segist ekki skilja hvað Heimir sé að reyna að gera og það sé mikill ruglingur í kringum landsliðið.

„Það er erfitt fyrir leikmennina að tengja saman og skapa mynstur í spilinu þegar það er verið að breyta hópnum svona mikið og oft. Hann talaði snemma um það að vilja hafa lítinn hóp af fastamönnum saman eða þannig skildi ég það. Kannski 14, 15 eða 16 menn sem væru í liðinu, en núna erum við að tala um 23 eða 24 leikmenn sem hann hefur notað því hann er enn að læra inn á nokkra þeirra. Sumir þeirra byrja leiki og svo missa þeir sætið í hópnum. Sumir eru ekki í hópnum en fengnir aftur inn eins og Jason Molumby. Þeir fengu líka Seamus Coleman aftur. Þessir menn eru fengnir inn og settir í byrjunarliðið.“

„Fyrir mér þýðir það klárlega að þjálfarinn veit ekki hversu góðir leikmennirnir eru í raun og veru eða hver þeirra er bestur, eftir allan þennan tíma í starfinu.“

„En þetta er eitt af vandamálunum sem fylgja því að vera ekki frá þessum stað. Ég má gagnrýna hann því ég fór og tók við starfi frá öðru landi (Færeyjar), en ég hafði ekki úr mörgum leikmönnum að velja úr og var því fljótur að kynnast þeim.“

„Hann virðist vera í vandræðum með að finna hverjir eru réttir fyrir þetta lið og afleiðingar þess eru að ólíkir leikmenn spila ólíka leiki með ólík hlutverk,“
sagði Kerr.

Írar eiga enn séns að komast á HM. Þeir unnu Armeníu 1-0 eftir hrikalega svekkjandi tap gegn Portúgölum. Þeir eru í 3. sæti F-riðils með 4 stig, aðeins stigi frá Ungverjum sem eru í öðru sæti.

Kerr talaði um opnunarleikinn í riðlinum gegn Ungverjalandi sem lauk með 2-2 jafntefli en hann átti í mestu erfiðleikum með að skilja leikskipulagið en hrósaði sömuleiðis aðstoðarmönnum Heimis, þeim Paddy McCarthy og John O'Shea.

„Mér finnst ég vera frekar góður í því að horfa á leiki og greina frá því hvernig liðin séu að spila, en ég var ekki viss hvort þeir voru að spila fjögurra eða fimm manna vörn.“

„Ég veit að þetta er svolítil blanda þegar þú ert með boltann að vera í fjögurra manna eða fimm manna. Ég skil það, en ég gat bara ómögulega séð það og ég er ekki viss um að leikmennirnir hafi heldur séð það.“

„Við sáum augnalbik í leiknum þar sem leikmenn og þjálfarar voru að velta hlutunum fyrir sér á hliðarlínunni og margir að hreyfa hendurnar. Ég held nefnilega að það sé smá ruglingur í kringum þetta.“

„Það var enginn ruglingur gegn Portúgal. Við vorum að spila 5-4-1 og ætluðum að leggja allt í varnarleikinn og reyna að þrauka og ná inn marki í gegnum skyndisóknir, en það var ruglingur í leiknum (gegn Armeníu). Þetta var ekkert rosalega skýrt og frekar passíft frá fyrstu mínútu. Við erum á heimavelli með fólk sem borgaði mikið til þess að sjá okkur keyra á andstæðinginn og vildu sjá bolta inn í teiginn, ástríðuna, en vildu líka sjá meiri stjórn í öftustu línu.“

„Uppspilið í vörninni var hægt. Ég horfði á þessa þrjá varnarmenn og allir voru með hægar sendingar. Þetta var allt of hægt og það vantaði meiri snerpu í skiptingarnar og koma boltanum hraðar út á vængina,“

„Ég er ekki viss um að það sé búið að vera þjálfa þá í því. Ég veit að Paddy McCarthy vinnur frábært starf og sömuleiðis John O'Shea, en mér finnst vanta meiri skýrleika,“
sagði Kerr í lokin.
Athugasemdir