Jón Daði Böðvarsson, sem var lengi í landsliði Íslands, útilokar það ekki að spila í Bestu deildinni næsta sumar. Hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið enska félagið Bolton síðastliðið sumar.
Hann ræddi um stöðuna sína í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóa Skúla.
Hann ræddi um stöðuna sína í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóa Skúla.
Jón Daði, sem er uppalinn á Selfossi, hefur verið atvinnumaður frá 2012. Hann veit ekki alveg hvað er framundan.
„Ég ætla að fókusa á janúar núna. Ég get skrifað undir hvar sem er núna en það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður þar sem flestöll lið eru ekki að leita að styrkingu núna," segir Jón Daði en möguleiki er að hann snúi heim til Íslands.
„Fyrst til að byrja með var ég ekkert voðalega hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar til manns út af fjölskyldu og börnum. Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil að hún byrji fyrr eða síðar á Íslandi í skóla."
„Maður er líka búinn að vera hálfpartinn með slökkt á símanum. Ég skal viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn," sagði Selfyssingurinn.
Jón Daði hefur æft með KR hér heima og Selfossi líka. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá honum.
????@jondadi valdi Draumaliðið sitt og fór yfir hversu gæðamikill Cameron Jerome væri í raun og veru, hvers lags kóngur John O'Shea er og hversu ótrúlegur klúbbur Millwall hefði verið ásamt því að svara spurningum frá crazy fans um t.d. afa sinn og ömmu. https://t.co/fFdRpKcSGV
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 11, 2024
Athugasemdir