Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 16:19
Brynjar Ingi Erluson
Babel skoraði sigurmarkið í goðsagnaleiknum - Hiti á milli Costa og Skrtel
Ryan Babel skoraði eina mark leiksins
Ryan Babel skoraði eina mark leiksins
Mynd: EPA
Diego Costa var auðvitað með læti
Diego Costa var auðvitað með læti
Mynd: EPA
Ryan Babel skoraði sigurmark goðsagnaliðs Liverpool í 1-0 sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge í dag.

Fyrrum leikmenn félaganna mætast regulega í leikjum til styrktar góðgerðamála og spila þá einnig oft við félög utan Englands.

Margar fyrrum stórstjörnur spiluðu í dag og var Eiður Smári Guðjohnsen meðal leikmanna Chelsea.

Þó um góðgerðarleik var að ræða þá var það kannski vitað mál að það yrðu einhver læti enda var Diego Costa að spila með Chelsea og var sá þekktur fyrir að kveikja í andrúmsloftinu.

Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, fór í tæklingu á Costa í leiknum sem brást illa við en hann náði hefndum síðar í leiknum er hann þrumaði Skrtel niður. Dómarinn veifaði gula spjaldinu og rifust leikmennirnir tveir áður en liðsfélagar þeirra aðskildu þá.

Ryan Babel skoraði sigurmarkið á 78. mínútu eftir sendingu frá Jermaine Pennant. Hann fékk boltann vinstra megin í teignum, færði sig aðeins til hægri áður en skaut boltanum nánast úr jafnvægi og í netið.

Hægt er að sjá sigurmarkið og hitann á milli Costa og Skrtel hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner