Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 13:58
Brynjar Ingi Erluson
Fimmti sigur Sunnevu í röð - Sænsku meistararnir gætu fallið
Kvenaboltinn
Það gengur vel hjá Sunnevu og stöllum í FCK
Það gengur vel hjá Sunnevu og stöllum í FCK
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sænsku meistararnir töpuðu áttunda deildarleiknum í röð
Sænsku meistararnir töpuðu áttunda deildarleiknum í röð
Mynd: Rosengård/Urzula Striner
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir var í liði FCK sem vann 1-0 sigur á Thisted í dönsku B-deildinni í dag. Þetta var fimmti sigur FCK í röð í deildinni.

FCK hefur átt ótrúlegt tímabil sem nýliði í deildinni og unnið sjö leiki ásamt því að gera tvö jafntefli.

Sunneva var eins og vanalega í byrjunarliðinu en FCK vann fimmta leikinn í röð en liðið er nú með 23 stig á toppnum eftir níu umferðir.

Telma Sif Búadóttir var í byrjunarliði Österbro sem lagði Næstved að velli, 1-0. Österbro er í 3. sæti með 17 stig og aðeins tapað tveimur á tímabilinu.

Útlitið er alls ekki gott hjá sænsku meisturunum í Rosengård en liðið tapaði áttunda deildarleik sínum í röð er það laut í lægra haldi fyrir Djurgården, 2-1, á heimavelli í dag.

Miklar breytingar voru gerðar á liði Rosengård eftir að hafa náð sögulegum árangri á síðustu leiktíð. Leikmannahópurinn breyttist töluvert og þá var Joel Kjetselberg, þjálfari liðsins, rekinn fyrr í þessum mánuði og tók Martin Qvarmans Möller við.

Ísabella Sara Tryggvadóttir kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum í dag en hún hefur fengið aðeins stærra hlutverk á þessari leiktíð.

Rosengård er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 18 stig. Það sæti gefur þátttöku í úrslitaleik um sæti í deildinni. Fjórar umferðir eru eftir og enn raunverulegur möguleiki á að meistararnir fari niður.

Andrea Þórisson var í byrjunarliði Bollstanas sem tapaði fyrir Eskilstuna, 4-1, í sænsku B-deildinni. Bollstanas er í næst neðsta sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner