Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Ísak og Patrekur Orri taka við Aftureldingu (Staðfest)
Kvenaboltinn
Ísak Ólason og Patrekur Orri Guðjónsson stýra Aftureldingu á næstu leiktíð
Ísak Ólason og Patrekur Orri Guðjónsson stýra Aftureldingu á næstu leiktíð
Mynd: Afturelding
Knattspyrnudeild Aftureldingar tilkynnti í dag nýtt og spennandi þjálfarateymi hjá meistaraflokki kvenna en Ísak Ólason verður aðalþjálfari liðsins og mun Patrekur Orri Guðjónsson vera honum til aðstoðar.

Báðir eru Mosfellingar í húð og hár, en Ísak hefur síðustu ár komið að þjálfun hjá yngri flokkum Aftureldingar og þekkir því mjög vel til hópsins.

Ísak hefur einnig komið að uppgangi hjá Álafoss og Hvíta riddaranum, venslafélögum Aftureldingar.

Patrekur Orri hefur sterkar tengingar til Aftureldingar, en hann hefur farið upp um deild með öllum þremur fótboltaliðunum í Mosfellsbæ.

Hann fór upp í Bestu deildina með karlaliði Aftureldingar í fyrra og setti þjálfunina í fyrsta sætið eftir tímabilið. Hann þjálfaði síðast hjá KR þar sem hann starfaði einnig við leikgreiningar.

Ísak og Patrekur þjálfuðu Álafoss saman á síðustu leiktíð og komu liðinu upp í 4. deild.

Í tilkynningu Aftureldingar kemur einnig fram að sterk bæting hefur komið inn í stjórn félagsins en sex ný andlit eru komin inn og eru undirbúningur fyrir nýtt tímabil þegar hafinn.

Afturelding hafnaði í botnsæti Lengjudeildinnar á nýafstöðnu tímabili og mun því leika í 2. deild á næsta ári.


Athugasemdir
banner