Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leggur landsliðsskóna á hilluna eftir HM - „Er ekki Ronaldo"
Mynd: EPA
Riyad Mahrez átti frábæran leik þegar landslið Alsír tryggði sér sæti á HM á dögunum en hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri gegn Sómalíu.

Þessi fyrrum leikmaður Man City og Leicester tilkynnti það að hann muni leggja skóna á hilluna eftir HM á næsta ári. Hann segist ekki vera eins og Cristiano Ronaldo sem er orðinn fertugur og er í fullu fjöri.

„Spila á HM 2030? Nei, mótið árið 2026 verður mitt síðasta. Ég er ekki Cristiano Ronaldo. Ég mun sakna þess að spila fyrir Alsír. Ég er gríðarlega stoltur að vera fulltrúi þjóðarinnar," sagði Mahrez.

Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur spilað 105 landsleiki og skorað 33 mörk. Hann hefur unnið Afríkumótið með þjóð sinni.
Athugasemdir
banner