Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Akureyri.net 
Rafael Victor yfirgefur Þór
Rafael Victor spilar ekki með Þór í Bestu deildinni
Rafael Victor spilar ekki með Þór í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Rafael Victor verður ekki áfram hjá Þór á næstu leiktíð en þetta kemur fram á Akureyri.net í dag.

Rafael er 29 ára gamall Portúgali sem kom til Þórs frá Njarðvík árið 2023.

Hann skoraði 9 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni á síðasta ári og skoraði 4 mörk í sumar er Þórsarar komu sér upp í efstu deild í fyrsta sinn í 12 ár.

Portúgalinn var meiddur í vetur og sneri ekki aftur á völlinn fyrr en um mitt sumar.

Samningur Rafaels rennur út í lok árs og kemur fram á Akureyri.net að samningurinn verður ekki framlengdur.

Rafael, sem hefur einnig spilað með Hetti/Hugin og Þrótti, er því í leit að nýju félagi, en ekki er ljóst hver næsti áfangastaður kappans verður.


Athugasemdir
banner