Spænska félagið Real Madrid hefur tjáð félögum í Sádi-Arabíu að þau þurfi að slá heimsmet og greiða 250 milljónir evra til að fá brasilíska sóknarmanninn Vinicius Jr.
Áhugi Sádi-Arabíu á Vinicius Jr er mikill og hefur framtíð hans reglulega verið rædd í fjölmiðlum á Spáni.
Hann hefur átt í samningaviðræðum við Real Madrid en ef hann mun hafna nýju samningstilboði mun félagið alvarlega íhuga að selja hann.
Samningur Vinicius Jr rennur út sumarið 2027 og er því síðasti séns fyrir Real Madrid að fá eitthvað fyrir hann næsta sumar.
Fichajes greinir frá því að Real Madrid vilji fá 250 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn en það myndi slá nýtt heimsmet í kaupverði.
Neymar, samlandi Vinicius Jr, á metið en hann var keyptur til PSG frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. Kaup PSG á Kylian Mbappe koma þar næst en hann kostaði 180 milljónir og er sænski framherjinn Alexander Isak þriðji á listanum en Liverpool festi kaup á honum fyrir 144,5 milljónir evra í sumar.
Athugasemdir