Skotinn Ross Wilson hefur verið ráðinn nýr yfirmaður íþróttamála hjá Newcastle United en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Wilson kemur til Newcastle frá Nottingham Forest en félagið virkjaði kaupákvæði í samningi Skotans sem stýrði fótboltamálum hjá Forest-mönnum.
Áður starfaði hann sem yfirmaður íþróttamála hjá Rangers og átti stóran þátt í fyrsta deildarmeistaratitli félagsins í tíu ár, auk þess sem liðið vann skoska bikarsins og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
„Ég er í skýjunum með að vera mættur til Newcastle United. Þetta er svo sérstakt félag og ég skil fullkomlega ástríðu, metnað og væntingar okkar ótrúlegu stuðningsmanna, sem og metnað og þrá eignarhaldsins um að halda áfram að þróa og byggja enn sterkara Newcastle-lið,“ sagði Wilson.
Wilson mun fara beint í það að ræða nýja samninga við Sandro Tonali, Sven Botman og Tino Livramento.
We're delighted to announce the appointment of Ross Wilson as the club's Sporting Director.
— Newcastle United (@NUFC) October 11, 2025
Ross will be responsible for sporting strategy, development and recruitment across men's, women's and Academy teams, working closely with football leadership and executive teams.
Athugasemdir